Lögmaður hans segir Abdeslam sýna lögreglu samstarfstarfsvilja, en hann ætli að berjast gegn því að vera framseldur til Frakklands.
Samkvæmt AFP sagði franski saksóknarinn Francois Molins á blaðamannafundi í dag að Abdeslam hefði skilið aðra árásarmenn eftir við Stade de France í nóvember en síðan hafi hann farið í annað hverfi í borginni sem var skotmark árásarinnar samkvæmt tilkynningu frá Íslamska ríkinu.
Engin árás var þó gerð þar og hafði lögregla leitað að Abdeslam síðan.
Rannsakendur vonast eftir því að Abdeslam muni veita upplýsingar um uppbyggingu hópsins sem stóð að baki árásunum í París, um fjármögnun hópsins og frekari áætlanir.