Theódór Elmar og félagar í AGF urðu fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar en Ragnar og félagar í Krasnodar eru líka komnir í undanúrslit rússneska bikarsins eftir dramatískan sigur í framlengingu.
Theódór Elmar Bjarnason skoraði annað mark AGF í 3-0 útisigri á SönderjyskE í átta liða úrslitum danska bikarsins en markið hans kom á 23. mínútu leiksins. Morten Rasmussen hafði komið AGF í 1-0 strax á 8. mínútu og Jesper Lange innsiglaði síðan sigurinn á 72. mínútu.
Svíinn Andreas Granqvist skoraði eina markið í 1-0 sigri Krasnodar á Terek Grozny en markið hans kom á 115. mínútu leiksins. Zenit Saint Petersburg og CSKA Moskva eru líka komin áfram í undanúrslitin.
116' ГОООООООООООЛ! Мяч в ворота "Терека" забивает Андреас Гранквист!#КраснодарТерек 1:0 pic.twitter.com/IDoPf1V0jx
— FCKrasnodar (@FCKrasnodar) 1 March 2016
23. Måååååååååååål!!!! @ElmarBjarnason!!!!! #sjeagf 0-2
— AGF (@AGFFodbold) 1 March 2016