Stóra myndin Almar Guðmundsson skrifar 2. mars 2016 10:00 Tæpur helmingur af útflutningsverðmætum vöru og þjónustu frá Íslandi á rætur í hinum fjölmörgu greinum iðnaðarins. Greinin veitir tugþúsundum manna vinnu og er grundvallaruppspretta verðmætasköpunar. Velmegun, aukin framleiðni og bætt lífskjör eru þannig nátengd þróun og stöðu iðnaðarins sem aftur ræðst af starfsskilyrðum og þeim meginstraumum sem einkenna samfélagið á hverjum tíma. Margir slíkir kraftar munu móta nánustu framtíð og skipulag efnahagsstarfseminnar þarf að taka mið af því. Loftslag fer hlýnandi og minni losun gróðurhúsalofttegunda, betri umgengni við umhverfið og bætt orkunýting er áskorun sem við verðum að takast á við. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki – tilbúinn með hugmyndir og lausnir. Við erum tiltölulega ung þjóð en erum að eldast. Með tímanum þurfa hlutfallslega færri vinnandi að standa undir verðmætasköpuninni. Þessi þróun er sérstök áskorun fyrir iðnaðinn þar sem fólk með iðnmenntun eldist mun hraðar. Það skýrist af óviðunandi ásókn í verk- og tækninám jafnvel þótt gnótt tækifæra bíði fólks með þessa hæfni. Á næstu áratugum mun öldruðum fjölga hratt og á okkur hvílir sú skylda að sinna þeim vel en líka að vera sveigjanleg og bjóða þeim að vinna lengur sem það vilja og geta. Öldrun þjóðarinnar kallar á nýjar lausnir og atvinnulífið þarf að vera í forystu við að bjóða upp á hagkvæm úrræði – betri lausnir fyrir minna fé. Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar. Þótt efnahagslífið á Íslandi hafi lengst af verið drifið áfram af nýtingu náttúruauðlinda munu tæknibreytingar og framfarir skipta mestu í náinni framtíð. Þau samfélög sem best ná að hagnýta sér tækni og þróa nýja munu skara fram úr. Ísland er í harðri samkeppni um að laða til sín og halda í mannauðsfreka starfsemi. Þótt skilyrði fyrirtækja til rannsóknar og þróunar hafi batnað umtalsvert á liðnum árum vantar mikið upp á að við stöndum keppinautum okkar jafnfætis. Þetta er stóra myndin sem blasir við okkur. Á Iðnþingi 10. mars nk. leitum við svara við því hvernig atvinnulífið bregst við þessum vandasömu áskorunum og nýtir tækifærin sem í þeim felast. Við þurfum að vinna að mikilvægustu verkefnunum til að ná árangri samfélaginu öllu til heilla. Öflugur iðnaður skapar gott líf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Tæpur helmingur af útflutningsverðmætum vöru og þjónustu frá Íslandi á rætur í hinum fjölmörgu greinum iðnaðarins. Greinin veitir tugþúsundum manna vinnu og er grundvallaruppspretta verðmætasköpunar. Velmegun, aukin framleiðni og bætt lífskjör eru þannig nátengd þróun og stöðu iðnaðarins sem aftur ræðst af starfsskilyrðum og þeim meginstraumum sem einkenna samfélagið á hverjum tíma. Margir slíkir kraftar munu móta nánustu framtíð og skipulag efnahagsstarfseminnar þarf að taka mið af því. Loftslag fer hlýnandi og minni losun gróðurhúsalofttegunda, betri umgengni við umhverfið og bætt orkunýting er áskorun sem við verðum að takast á við. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki – tilbúinn með hugmyndir og lausnir. Við erum tiltölulega ung þjóð en erum að eldast. Með tímanum þurfa hlutfallslega færri vinnandi að standa undir verðmætasköpuninni. Þessi þróun er sérstök áskorun fyrir iðnaðinn þar sem fólk með iðnmenntun eldist mun hraðar. Það skýrist af óviðunandi ásókn í verk- og tækninám jafnvel þótt gnótt tækifæra bíði fólks með þessa hæfni. Á næstu áratugum mun öldruðum fjölga hratt og á okkur hvílir sú skylda að sinna þeim vel en líka að vera sveigjanleg og bjóða þeim að vinna lengur sem það vilja og geta. Öldrun þjóðarinnar kallar á nýjar lausnir og atvinnulífið þarf að vera í forystu við að bjóða upp á hagkvæm úrræði – betri lausnir fyrir minna fé. Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar. Þótt efnahagslífið á Íslandi hafi lengst af verið drifið áfram af nýtingu náttúruauðlinda munu tæknibreytingar og framfarir skipta mestu í náinni framtíð. Þau samfélög sem best ná að hagnýta sér tækni og þróa nýja munu skara fram úr. Ísland er í harðri samkeppni um að laða til sín og halda í mannauðsfreka starfsemi. Þótt skilyrði fyrirtækja til rannsóknar og þróunar hafi batnað umtalsvert á liðnum árum vantar mikið upp á að við stöndum keppinautum okkar jafnfætis. Þetta er stóra myndin sem blasir við okkur. Á Iðnþingi 10. mars nk. leitum við svara við því hvernig atvinnulífið bregst við þessum vandasömu áskorunum og nýtir tækifærin sem í þeim felast. Við þurfum að vinna að mikilvægustu verkefnunum til að ná árangri samfélaginu öllu til heilla. Öflugur iðnaður skapar gott líf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar