Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í fótbolta, spilaði með Molde í fyrsta sinn í gær þegar norska liðið gerði 3-3 jafntefli við Mjöndalen í æfingaleik.
Fram kemur á vef Aftenbladet að Eiður Smári hafi sýnt brot af því góða sem hann getur fært Molde í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, en hann virkar þungur og á enn langt í land með að komast í leikform.
„Styrktarþjálfarinn er orðinn besti vinur minn. Það er ekkert óeðlilegt fyrst ég er svo langt á eftir öðrum í leikformi,“ segir Eiður Smári í viðtali við Aftenbladet.no.
„Það mikilvæga er að finna jafnvægi í æfingaskipulaginu. Það má ekki vera of lítið og ekki of mikið. Ég geri vanalega aðeins meira en hinir leikmennirnir, hvort sem það er í líkamsræktarsalnum eða fer út að hlaupa.“
Eiður segir að leikurinn gegn Mjöndalen hafi verið eins og hefðbundinn æfingaleikur sem er auðvitað ekki líkur leik í efstu deild.
„Aðalatriðið fyrir mig er bara að spila heilan leik og læra inn á samherja mína og þeirra hreyfingar. Ég hugsa ekkert svo mikið um hvernig ég stóð mig eða liðið. Aðalatriðið er bara að komast í gegnum leikinn meiðslalaus,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
Molde hefur leik í norsku úrvalsdeildinni á móti Aroni Sigurðarsyni og félögum í Tromsö sunnudaginn 13. mars. Eiður Smári spilaði fyrir aftan framherjann Fredrik Gullbrandsen í æfignaleiknum í gær og segir á vef Aftenbladet að það sé ekki ólíkleg uppstilling í fyrsta leik liðsins.
Eiður Smári: Styrktarþjálfarinn er orðinn besti vinur minn

Tengdar fréttir

Alfreð á stall með Eiði Smára
Landsliðsframherjinn jafnaði met Eiðs Smára Guðjohnsen með sínu fyrsta marki fyrir Augsburg í Þýskalandi.

Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir
Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Molde í Noregi í dag þar sem United-goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari.

Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna
Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag.

Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila
Eiður Smári æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Molde í dag.

Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Eiði Smára Guðjohnsen.