Tugir milljarða til að ná forystu Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 07:00 Úrslit ofurþriðjudagskosninganna svokölluðu í Bandaríkjunum eru nú ljós, og allt stefnir í forsetaslag milli Hillary Clinton og Donalds Trump í nóvember. Þau hafa eytt samanlagt sem nemur tæpum tuttugu milljörðum króna til að tryggja sér forystu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum og himinháar fjárhæðir hafa verið óaðskiljanlegar undanfarna áratugi. Þó er áhugavert að í þessari kosningabaráttu hefur langt í frá verið samasemmerki milli þess að safna hæstu fjárhæð og velgengni. Trump hefur safnað langminnst meðal þeirra sem eru með forystu um þessar mundir. Jeb Bush sem hafði safnað næsthæstri upphæð á eftir Clinton og eytt mestu í sitt framboð hætti í kosningabaráttunni þann 20. febrúar síðastliðinn. Hillary Clinton er nú með forystu meðal demókrata, en Donald Trump meðal repúblíkana. Þau hafa eytt 17,9 milljörðum króna í framboð sín, samkvæmt nýjustu tölum frá 22. febrúar, en áætla má að talsvert hafi bæst við upphæðina milli 22. febrúar og 1. mars. Clinton hafði þá safnað 24,3 milljörðum króna og eytt 14,3 milljörðum króna, til að tryggja sér forystu. Trump hafði þó einungis eytt fimmtungi af fjárhæð Clinton, eða 3,3 milljörðum íslenskra króna.Höfðu safnað 40 milljörðum Það er ekki einungis þeir sem eru í lokaslagnum sem hafa safnað og eytt miklu fé. Center for Responsive Politics áætlar að frambjóðendur sem nú hafa hætt kosningabaráttu hafi safnað samtals 314 milljónum dollara, rúmum 40 milljörðum króna, í kosningabaráttunni.Jeb BushVísir/GettyBush safnaði 20 milljörðum Þar fremstur í flokki er Jeb Bush. Þegar hann hætti kosningabaráttu þann 20. febrúar hafði hann safnað næstmestu allra frambjóðenda eða 157,6 milljónum dollara, rúmum 20 milljörðum króna. Þar af varði hann 17 milljörðum króna í framboðið. Það er hærri fjárhæð en Hillary Clinton og Trump höfðu varið þann 22. febrúar. Aðrir vongóðir repúblíkanar, Scott Walker, Chris Christie og Carly Fiorina, söfnuðu milli 24 og 32 milljóna dollara fyrir framboðin sín. Martin O’Malley, þriðji frambjóðandi demókrata sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni, náði hins vegar einungis að safna tæpum sex milljónum dollara. Áhugavert er að beina sjónum að því hvaðan fjármagn frambjóðendana kemur. Ef litið er á landið í heild sinni sést að þær 500 milljónir dollara sem frambjóðendur höfðu safnað í lok janúar koma að mestu leyti frá Kaliforníu, New York, Texas og Flórída, samkvæmt Federal Election Comssion. Flokkarnir söfnuðu mest tæpum 30 milljónum dollara í fylki, repúblíkanar söfnuðu fénu í Texas en demókratar í Kaliforníu. Hillary Clinton safnaði mestu fé í Kaliforníu og svo New York. Langstærsti hluti fjármagns hennar kemur frá norðausturströnd Bandaríkjanna. Fjármagn Trumps kemur úr mun fleiri áttum. Mestu safnaði hann í Texas. Sömu sögu er að segja um fjármagn Cruz, tæplega þrjátíu prósent þess koma frá Texas.Hilary Clinton varði mestu í sjónvarpsauglýsingar.vísir/gettyVörðu þremur milljörðum í sjónvarpsauglýsingar fyrir ofurþriðjudaginnFrambjóðendur verja miklu fé í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda kosninga. NBC News greinir frá því að frambjóðendurnir hafi varið samtals 23 milljónum dollara, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda ofurþriðjudags. Clinton varði mestu, eða 6,4 milljónum dollara, jafnvirði 830 milljóna íslenskra króna, Sanders varði aðeins minni fjárhæð eða 5,2 milljónum dollara, tæpum 700 milljónum króna. Ted Cruz og hans kosningateymi vörðu næstmestu, og mestu meðal repúblíkana, eða 6,2 milljónum dollara, rúmlega 800 milljónum króna, að mestu leyti í Suðurríkjunum. Rubio varði 3,5 milljónum dollara samtals, jafnvirði 455 milljóna króna. Kosningateymi Trumps varði langminnstu, tæplega einum sjötta af því sem Cruz varði, eða 1,1 milljón dollara, 143 milljónum króna. Donald Trump Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Úrslit ofurþriðjudagskosninganna svokölluðu í Bandaríkjunum eru nú ljós, og allt stefnir í forsetaslag milli Hillary Clinton og Donalds Trump í nóvember. Þau hafa eytt samanlagt sem nemur tæpum tuttugu milljörðum króna til að tryggja sér forystu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum og himinháar fjárhæðir hafa verið óaðskiljanlegar undanfarna áratugi. Þó er áhugavert að í þessari kosningabaráttu hefur langt í frá verið samasemmerki milli þess að safna hæstu fjárhæð og velgengni. Trump hefur safnað langminnst meðal þeirra sem eru með forystu um þessar mundir. Jeb Bush sem hafði safnað næsthæstri upphæð á eftir Clinton og eytt mestu í sitt framboð hætti í kosningabaráttunni þann 20. febrúar síðastliðinn. Hillary Clinton er nú með forystu meðal demókrata, en Donald Trump meðal repúblíkana. Þau hafa eytt 17,9 milljörðum króna í framboð sín, samkvæmt nýjustu tölum frá 22. febrúar, en áætla má að talsvert hafi bæst við upphæðina milli 22. febrúar og 1. mars. Clinton hafði þá safnað 24,3 milljörðum króna og eytt 14,3 milljörðum króna, til að tryggja sér forystu. Trump hafði þó einungis eytt fimmtungi af fjárhæð Clinton, eða 3,3 milljörðum íslenskra króna.Höfðu safnað 40 milljörðum Það er ekki einungis þeir sem eru í lokaslagnum sem hafa safnað og eytt miklu fé. Center for Responsive Politics áætlar að frambjóðendur sem nú hafa hætt kosningabaráttu hafi safnað samtals 314 milljónum dollara, rúmum 40 milljörðum króna, í kosningabaráttunni.Jeb BushVísir/GettyBush safnaði 20 milljörðum Þar fremstur í flokki er Jeb Bush. Þegar hann hætti kosningabaráttu þann 20. febrúar hafði hann safnað næstmestu allra frambjóðenda eða 157,6 milljónum dollara, rúmum 20 milljörðum króna. Þar af varði hann 17 milljörðum króna í framboðið. Það er hærri fjárhæð en Hillary Clinton og Trump höfðu varið þann 22. febrúar. Aðrir vongóðir repúblíkanar, Scott Walker, Chris Christie og Carly Fiorina, söfnuðu milli 24 og 32 milljóna dollara fyrir framboðin sín. Martin O’Malley, þriðji frambjóðandi demókrata sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni, náði hins vegar einungis að safna tæpum sex milljónum dollara. Áhugavert er að beina sjónum að því hvaðan fjármagn frambjóðendana kemur. Ef litið er á landið í heild sinni sést að þær 500 milljónir dollara sem frambjóðendur höfðu safnað í lok janúar koma að mestu leyti frá Kaliforníu, New York, Texas og Flórída, samkvæmt Federal Election Comssion. Flokkarnir söfnuðu mest tæpum 30 milljónum dollara í fylki, repúblíkanar söfnuðu fénu í Texas en demókratar í Kaliforníu. Hillary Clinton safnaði mestu fé í Kaliforníu og svo New York. Langstærsti hluti fjármagns hennar kemur frá norðausturströnd Bandaríkjanna. Fjármagn Trumps kemur úr mun fleiri áttum. Mestu safnaði hann í Texas. Sömu sögu er að segja um fjármagn Cruz, tæplega þrjátíu prósent þess koma frá Texas.Hilary Clinton varði mestu í sjónvarpsauglýsingar.vísir/gettyVörðu þremur milljörðum í sjónvarpsauglýsingar fyrir ofurþriðjudaginnFrambjóðendur verja miklu fé í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda kosninga. NBC News greinir frá því að frambjóðendurnir hafi varið samtals 23 milljónum dollara, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda ofurþriðjudags. Clinton varði mestu, eða 6,4 milljónum dollara, jafnvirði 830 milljóna íslenskra króna, Sanders varði aðeins minni fjárhæð eða 5,2 milljónum dollara, tæpum 700 milljónum króna. Ted Cruz og hans kosningateymi vörðu næstmestu, og mestu meðal repúblíkana, eða 6,2 milljónum dollara, rúmlega 800 milljónum króna, að mestu leyti í Suðurríkjunum. Rubio varði 3,5 milljónum dollara samtals, jafnvirði 455 milljóna króna. Kosningateymi Trumps varði langminnstu, tæplega einum sjötta af því sem Cruz varði, eða 1,1 milljón dollara, 143 milljónum króna.
Donald Trump Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira