Hlustað á gagnrýni Stjórnarmaðurinn skrifar 9. mars 2016 13:00 Aðalfundur Símans fer fram í vikunni og er athyglisverður fyrir nokkurra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þetta fyrsti aðalfundur félagsins eftir að það var skráð á markað síðastliðið haust. Það sem vekur þó sérstaka athygli stjórnarmannsins eru breytingar á stjórn félagsins. Bertrand nokkur Kan kemur nýr inn í stjórnina, en hann var í forgrunni hóps fjárfesta sem fengu að kaupa bréf í Símanum af Arion banka á sérstökum vildarkjörum rétt áður en til skráningar kom. Fjárfestarnir innleystu snöggan og öruggan pappírshagnað af þeim viðskiptum, þótt vissulega væru söluhömlur á hlutnum til ákveðins tíma. Fyrirkomulag þetta fékk mikla gagnrýni á sínum tíma. Vildarkjörin voru réttlætt með því, að fjárfestarnir byggju yfir einstakri sérþekkingu sem hjálpa myndi félaginu og auka virði þess til langs tíma. Þrátt fyrir það bólaði ekkert á því að einhver úr hópnum tæki stjórnarsæti, eða kæmi að rekstri félagsins með neinum hætti. Bertrand Kan sjálfur lýsti því svo yfir í viðtali að ekkert slíkt stæði til. Úr því hefur nú verið bætt og Kan tekur nú sæti í stjórn eins og áður sagði. Sennilegt er, miðað við ummæli Kans, að Síminn sé með þessu að bregðast við gagnrýnisröddum. Nú verður spennandi að fylgjast með Símanum og hvort sérþekking Kans, og annarra erlendra sérfræðinga, hafi marktæk áhrif á stefnu og stjórnun félagsins. Einungis þannig verða vildarkjörin umdeildu réttlætt. Á sama tíma hverfur lífeyrissjóðakóngurinn Helgi Magnússon úr stjórninni. Það eru nokkur tíðindi en Helgi hefur legið undir nokkurri gagnrýni fyrir að blanda saman eigin fjárfestingum og trúnaðarstörfum fyrir lífeyrissjóðina. Hann virðist nú vera markvisst að draga sig úr fremstu víglínu. Í báðum tilvikum er líklegt að verið sé að taka tillit til gagnrýni fjölmiðla og annarra. Hver sagði svo að ekkert hefði breyst í íslensku viðskiptalífi?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Aðalfundur Símans fer fram í vikunni og er athyglisverður fyrir nokkurra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þetta fyrsti aðalfundur félagsins eftir að það var skráð á markað síðastliðið haust. Það sem vekur þó sérstaka athygli stjórnarmannsins eru breytingar á stjórn félagsins. Bertrand nokkur Kan kemur nýr inn í stjórnina, en hann var í forgrunni hóps fjárfesta sem fengu að kaupa bréf í Símanum af Arion banka á sérstökum vildarkjörum rétt áður en til skráningar kom. Fjárfestarnir innleystu snöggan og öruggan pappírshagnað af þeim viðskiptum, þótt vissulega væru söluhömlur á hlutnum til ákveðins tíma. Fyrirkomulag þetta fékk mikla gagnrýni á sínum tíma. Vildarkjörin voru réttlætt með því, að fjárfestarnir byggju yfir einstakri sérþekkingu sem hjálpa myndi félaginu og auka virði þess til langs tíma. Þrátt fyrir það bólaði ekkert á því að einhver úr hópnum tæki stjórnarsæti, eða kæmi að rekstri félagsins með neinum hætti. Bertrand Kan sjálfur lýsti því svo yfir í viðtali að ekkert slíkt stæði til. Úr því hefur nú verið bætt og Kan tekur nú sæti í stjórn eins og áður sagði. Sennilegt er, miðað við ummæli Kans, að Síminn sé með þessu að bregðast við gagnrýnisröddum. Nú verður spennandi að fylgjast með Símanum og hvort sérþekking Kans, og annarra erlendra sérfræðinga, hafi marktæk áhrif á stefnu og stjórnun félagsins. Einungis þannig verða vildarkjörin umdeildu réttlætt. Á sama tíma hverfur lífeyrissjóðakóngurinn Helgi Magnússon úr stjórninni. Það eru nokkur tíðindi en Helgi hefur legið undir nokkurri gagnrýni fyrir að blanda saman eigin fjárfestingum og trúnaðarstörfum fyrir lífeyrissjóðina. Hann virðist nú vera markvisst að draga sig úr fremstu víglínu. Í báðum tilvikum er líklegt að verið sé að taka tillit til gagnrýni fjölmiðla og annarra. Hver sagði svo að ekkert hefði breyst í íslensku viðskiptalífi?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira