Stóru páskaeggin farin að seljast á nýjan leik Ingvar Haraldsson skrifar 9. mars 2016 09:00 Páskaeggjasalan er farin að færast nær því sem hún var fyrir hrun, sé horft í stærð eggja að sögn Kristjáns Geirs. Stærri páskaegg njóta aukinna vinsælda miðað við strax eftir hrun að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. „Eftir hrun sáum við að fólk fór í minni egg en í fyrra var fólk farið að færa sig upp aftur í eggjum,“ segir Kristján. Nói Síríus hafi aðlagað framleiðsluna milli ára til að búa sig undir aukna sölu stærri eggja. Kristján segir fjölda eggja vera mjög svipaðan ár eftir ár enda vilji allir fá sitt páskaegg. Nói Síríus selji um milljón egg á ári. Undirbúningur fyrir páskaeggjasölu næsta árs er þegar hafinn að sögn Kristjáns. „Það má að segja að árið og jafnvel rúmlega það fari í páskaeggjavertíðina. Það tekur alltaf svo langan tíma að undirbúa og fá afhent. Vöruþróun þarf að eiga sér stað með miklum fyrirvara,“ segir hann.Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.Þá leggi Nói Síríus litla áherslu á útflutning á páskaeggjum vegna takmarkaðrar afkastagetu.„Við höfum svo lítinn tíma til að framleiða þetta. Við erum að flytja eitthvað út, það er meira til Íslendingasamfélaga í Skandinavíu,“ segir Kristján. Hins vegar sé góður vöxtur í útflutningi á almennu sælgæti hjá Nóa Síríusi. „Við erum að ná smá sigrum hér og þar og erum á áætlun,“ segir Kristján. Pétur Thor Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Freyju, segir eina helstu breytinguna sem orðið hafi á framleiðslu síðustu ára vera að mikill meirihluti eggja sé seldur með sælgæti í skelinni. Dæmi um það séu Drauma- og Rísegg. Hjá Freyju standi páskaeggjavertíðin yfir hálft árið. Tekjurnar komi svo á mjög skömmum tíma í kringum páskana. „Við sjáum algjöra sprengingu í sölu á fjórum og allt niður í tvær vikur fyrir páska,“ segir Pétur. Páskar Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Stærri páskaegg njóta aukinna vinsælda miðað við strax eftir hrun að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. „Eftir hrun sáum við að fólk fór í minni egg en í fyrra var fólk farið að færa sig upp aftur í eggjum,“ segir Kristján. Nói Síríus hafi aðlagað framleiðsluna milli ára til að búa sig undir aukna sölu stærri eggja. Kristján segir fjölda eggja vera mjög svipaðan ár eftir ár enda vilji allir fá sitt páskaegg. Nói Síríus selji um milljón egg á ári. Undirbúningur fyrir páskaeggjasölu næsta árs er þegar hafinn að sögn Kristjáns. „Það má að segja að árið og jafnvel rúmlega það fari í páskaeggjavertíðina. Það tekur alltaf svo langan tíma að undirbúa og fá afhent. Vöruþróun þarf að eiga sér stað með miklum fyrirvara,“ segir hann.Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.Þá leggi Nói Síríus litla áherslu á útflutning á páskaeggjum vegna takmarkaðrar afkastagetu.„Við höfum svo lítinn tíma til að framleiða þetta. Við erum að flytja eitthvað út, það er meira til Íslendingasamfélaga í Skandinavíu,“ segir Kristján. Hins vegar sé góður vöxtur í útflutningi á almennu sælgæti hjá Nóa Síríusi. „Við erum að ná smá sigrum hér og þar og erum á áætlun,“ segir Kristján. Pétur Thor Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Freyju, segir eina helstu breytinguna sem orðið hafi á framleiðslu síðustu ára vera að mikill meirihluti eggja sé seldur með sælgæti í skelinni. Dæmi um það séu Drauma- og Rísegg. Hjá Freyju standi páskaeggjavertíðin yfir hálft árið. Tekjurnar komi svo á mjög skömmum tíma í kringum páskana. „Við sjáum algjöra sprengingu í sölu á fjórum og allt niður í tvær vikur fyrir páska,“ segir Pétur.
Páskar Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira