Hinn týndi Noel stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótels Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 14:00 Ævintýri Noels ætluðu engan endi að taka á meðan á dvöl hans stóð hér á landi. Hinn heimsfrægi villingur Noel Santillan er stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótel en þar gisti hann á meðan dvöl hans stóð eftir að hann keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. Auglýsinguna sjálfa má sjá hér fyrir neðan og leikur Noel aðalhlutverkið. Sést hann meðal annars stimpla inn götuheitið Laugarvegur inn í GPS-tækið sitt en rekja má ferðalag Noels til stafsins R í LaugaRvegi sem var ofaukið, endaði ætlaði kappinn að komast á Hótel Frón sem sem staðsett er á Laugavegi, ekkert r. Í auglýsingunni er ferðalag Noels rifjað upp og hann sýndur undir stýri á þjóðvegi 1, væntanlega á leið sinni til Siglufjarðar auk þess sem að Siglufjörður er kynntur sem álitlegur áfangastaður ferðamanna. Athygli vekur að Noel staldraði ekki lengi við á Siglufirði, hann var kominn þangað síðdegis þann 1. febrúar og kominn aftur til Reykjavíkur laust eftir hádegi þann 3. febrúar. Óneitanlega vaknar því upp sú spurning hvernig hann hafi haft tíma til að leika í auglýsingu fyrir hótel á Siglufirði sem gerist m.a. á þjóðvegi 1. Var ævintýrið allt saman kannski bara sviðsett í auglýsingaskyni eftir allt saman? Noel sjálfur þvertók fyrir það aðspurður í viðtali í Brennslunni á FM957 og þegar blaðamaður leitaði til Finns Yngva Kristinssonar markaðsstjóra Hótel Sigló var svarið það sama. „Nei,nei, þetta var ekki sviðsett. Þetta hefði þá verið einhver best heppnaða auglýsingaherferð allra tíma.“ Skjáskot úr auglýsingunni með GPS-tækinu alræmda.Mynd/Skjáskot Gripu gæsina eftir að ferðalag hans vakti mikla athygli Hann segir að hugmyndin hafi vaknað þegar Noel kom í heimsókn til Róberts Guðfinnsonar, eiganda hótelsins, sem hafi séð þarna tækifæri á að nýta sér heimsókn Noel enda hafi ævintýri hans vakið heimsathygli. „Hans hluti af auglýsingunni er tekinn upp eftir að hann fór aftur til Reykjavíkur. Hann fór á stúfana með Helgi Svavari Helgasyni og Steffí Thors frá fyrirtækinu Mús og Kött sem framleiddu og klipptu myndbandið.“ Noel vann hug og hjörtu allra þeirra sem urði á vegi hans á meðan Íslandsdvöl hans stóð og var hann meira en til í það að endurskapa svaðilför sína til Siglufjarðar að sögn Finns Yngva. „Honum fannst ansi sniðugt að hann væri kominn í alla fjölmiðla og hann hafði bara gaman af því að þvælast með Helga og Steffí,“ segir Finnur. Siglufjörður í brennidepli með komu Noels og Ófærðar Siglufjörður hefur heldur betur verið í brennidepli á heimsvísu að undanförnu en auk allrar athyglinnar sem Noel fékk var þátturinn Ófærð tekinn upp að miklu leyti á Siglufirði og hefur Finnur orðið var við aukinn áhuga á Siglufirði, bæði vegna Noels og Ófærðar. „Það er gaman að segja frá því að í sömu viku og Noel kom var ferðaráðstefnan Mid-Atlantic haldin Í Reykjavík. Þetta er stór ráðstefna og það voru mjög margir erlendis frá sem höfðu heyrt um okkur, annaðhort vegna Noel eða Ófærðar.“ segir Finnur. Því má ljóst vera að Siglufjörður sé búinn að festa sig rækilega í sessi á heimsvísu sem áfangastaður ferðamanna. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Hinn heimsfrægi villingur Noel Santillan er stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótel en þar gisti hann á meðan dvöl hans stóð eftir að hann keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. Auglýsinguna sjálfa má sjá hér fyrir neðan og leikur Noel aðalhlutverkið. Sést hann meðal annars stimpla inn götuheitið Laugarvegur inn í GPS-tækið sitt en rekja má ferðalag Noels til stafsins R í LaugaRvegi sem var ofaukið, endaði ætlaði kappinn að komast á Hótel Frón sem sem staðsett er á Laugavegi, ekkert r. Í auglýsingunni er ferðalag Noels rifjað upp og hann sýndur undir stýri á þjóðvegi 1, væntanlega á leið sinni til Siglufjarðar auk þess sem að Siglufjörður er kynntur sem álitlegur áfangastaður ferðamanna. Athygli vekur að Noel staldraði ekki lengi við á Siglufirði, hann var kominn þangað síðdegis þann 1. febrúar og kominn aftur til Reykjavíkur laust eftir hádegi þann 3. febrúar. Óneitanlega vaknar því upp sú spurning hvernig hann hafi haft tíma til að leika í auglýsingu fyrir hótel á Siglufirði sem gerist m.a. á þjóðvegi 1. Var ævintýrið allt saman kannski bara sviðsett í auglýsingaskyni eftir allt saman? Noel sjálfur þvertók fyrir það aðspurður í viðtali í Brennslunni á FM957 og þegar blaðamaður leitaði til Finns Yngva Kristinssonar markaðsstjóra Hótel Sigló var svarið það sama. „Nei,nei, þetta var ekki sviðsett. Þetta hefði þá verið einhver best heppnaða auglýsingaherferð allra tíma.“ Skjáskot úr auglýsingunni með GPS-tækinu alræmda.Mynd/Skjáskot Gripu gæsina eftir að ferðalag hans vakti mikla athygli Hann segir að hugmyndin hafi vaknað þegar Noel kom í heimsókn til Róberts Guðfinnsonar, eiganda hótelsins, sem hafi séð þarna tækifæri á að nýta sér heimsókn Noel enda hafi ævintýri hans vakið heimsathygli. „Hans hluti af auglýsingunni er tekinn upp eftir að hann fór aftur til Reykjavíkur. Hann fór á stúfana með Helgi Svavari Helgasyni og Steffí Thors frá fyrirtækinu Mús og Kött sem framleiddu og klipptu myndbandið.“ Noel vann hug og hjörtu allra þeirra sem urði á vegi hans á meðan Íslandsdvöl hans stóð og var hann meira en til í það að endurskapa svaðilför sína til Siglufjarðar að sögn Finns Yngva. „Honum fannst ansi sniðugt að hann væri kominn í alla fjölmiðla og hann hafði bara gaman af því að þvælast með Helga og Steffí,“ segir Finnur. Siglufjörður í brennidepli með komu Noels og Ófærðar Siglufjörður hefur heldur betur verið í brennidepli á heimsvísu að undanförnu en auk allrar athyglinnar sem Noel fékk var þátturinn Ófærð tekinn upp að miklu leyti á Siglufirði og hefur Finnur orðið var við aukinn áhuga á Siglufirði, bæði vegna Noels og Ófærðar. „Það er gaman að segja frá því að í sömu viku og Noel kom var ferðaráðstefnan Mid-Atlantic haldin Í Reykjavík. Þetta er stór ráðstefna og það voru mjög margir erlendis frá sem höfðu heyrt um okkur, annaðhort vegna Noel eða Ófærðar.“ segir Finnur. Því má ljóst vera að Siglufjörður sé búinn að festa sig rækilega í sessi á heimsvísu sem áfangastaður ferðamanna.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54
Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“