Kolbeinn Kárason tryggði Leikni Reykjavík sigur á Fjölni í riðli 4 í Lengjubikar karla, en liðin mættust í Egilshöll í dag.
Leiknir vann einnig sinn fyrsta leik í mótinu þegar liðið vann 1-0 sigur á Þrótti, en Fjölnir hefur tapað báðum leikjum sínum. Þeir töpuðu gegn FH í fyrstu umferðinni.
Sigurmark leiksins kom á 27. mínútu og það gerði Kolbeinn Kárason, en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-0.
Leiknir leikur í fyrstu deildinni í sumar, en Fjölnir spilar í Pepsi-deildinni.
Kolbeinn tryggði Leikni sigur á Fjölni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

