Nýr samningur skapi smjörfjöll Ingvar Haraldsson skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Þórólfur Matthíasson býst við að nýir búvörusamningar skapi offramleiðslu mjólkur. vísir/gva „Núna er verið að hverfa yfir í kerfi sem varð til þess að til urðu smjörfjöll og rjómatjarnir,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru á föstudaginn. Þórólfur segir að það að fara úr kerfi greiðslumarks muni að öllum líkindum valda offramleiðslu hér á landi. Stefnt er að því að afnema mjólkurkvóta í landbúnaði árið 2021 þó ákvörðun um það hafi verið frestað til ársins 2019. „Það eru ótrúlegir fingurbrjótar gagnvart almenningi,“ segir Þórólfur. „Þetta er mjög einhliða samningur, það er verið að setja kvaðir á skattgreiðendur um að borga mjög háar upphæðir en það koma engar kvaðir á móti. Það er ekki einu sinni einhver sölukvöð gagnvart neytendum. Þegar það gerðist fyrst eftir hrun að verðið á kindakjöti í íslenskum krónum var betra erlendis en hér, þá fóru þeir að flytja út kjöt í gríð og erg,“ segir hann.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.Þá komi ákvæði um flutningsjöfnun í veg fyrir hvata til að spara í flutningum. Flutningsjöfnun feli í sér að Mjólkursamsalan verði að kaupa og selja afurðir á sama verði um land allt. „Til þess að gera það þarf hún náttúrulega að innheimta hærra flutningsgjald en svarar til raunkostnaðar á mjólkinni nálægt mjólkurbúnum,“ segir Þórólfur. „Þannig að það á að blóðmjólka okkur hérna í bænum til þess að dreifa mjólkinni. Öll sú hagræðing sem orðið hefur í verslun síðustu 20-30 árin er vegna þess að menn hafa verið að laga til flutningakerfin hjá sér,“ bendir hann á. Þórólfur segir að með nýju samningunum sé bændum haldið föstum í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu,“ segir hann. „Þessir bændur í hefðbundna landbúnaðinum fá mikið af pening, en það er haldið aftur af nýsköpunarkraftinum, komið í veg fyrir strúktúrbreytingar í því.“ Aukinn stuðningur auki óhagræðiBúvörusamningurinn er til tíu ára og kveður á um greiðslur frá ríkinu til landbúnaðarins upp á 132 milljarða króna, auk þess sem OECD hefur metið kostnað af tollvernd landbúnaðarins á tæpa 9 milljarða króna á ári. Útgjöld til landbúnaðarmála munu aukast um 900 milljónir króna á næsta ári í um 13,8 milljarða króna á ári. Meðal þess sem bætist við er stuðningur við nautakjötsframleiðslu og geitfjárrækt sem ekki hefur áður verið styrkt af ríkinu. „Ef það var hægt að reka þær án stuðnings til þessa, af hverju í ósköpunum að gera þær óhagkvæmari með þessu móti?“ spyr Þórólfur.Leiðrétt 9:35: Í fyrri útgáfu greinarinnar var ranglega haft eftir Þórólfi að útflutningur á nautakjöti en ekki kindakjöti hefði valdið kjötskorti eftir hrun. Búvörusamningar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
„Núna er verið að hverfa yfir í kerfi sem varð til þess að til urðu smjörfjöll og rjómatjarnir,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru á föstudaginn. Þórólfur segir að það að fara úr kerfi greiðslumarks muni að öllum líkindum valda offramleiðslu hér á landi. Stefnt er að því að afnema mjólkurkvóta í landbúnaði árið 2021 þó ákvörðun um það hafi verið frestað til ársins 2019. „Það eru ótrúlegir fingurbrjótar gagnvart almenningi,“ segir Þórólfur. „Þetta er mjög einhliða samningur, það er verið að setja kvaðir á skattgreiðendur um að borga mjög háar upphæðir en það koma engar kvaðir á móti. Það er ekki einu sinni einhver sölukvöð gagnvart neytendum. Þegar það gerðist fyrst eftir hrun að verðið á kindakjöti í íslenskum krónum var betra erlendis en hér, þá fóru þeir að flytja út kjöt í gríð og erg,“ segir hann.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.Þá komi ákvæði um flutningsjöfnun í veg fyrir hvata til að spara í flutningum. Flutningsjöfnun feli í sér að Mjólkursamsalan verði að kaupa og selja afurðir á sama verði um land allt. „Til þess að gera það þarf hún náttúrulega að innheimta hærra flutningsgjald en svarar til raunkostnaðar á mjólkinni nálægt mjólkurbúnum,“ segir Þórólfur. „Þannig að það á að blóðmjólka okkur hérna í bænum til þess að dreifa mjólkinni. Öll sú hagræðing sem orðið hefur í verslun síðustu 20-30 árin er vegna þess að menn hafa verið að laga til flutningakerfin hjá sér,“ bendir hann á. Þórólfur segir að með nýju samningunum sé bændum haldið föstum í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu,“ segir hann. „Þessir bændur í hefðbundna landbúnaðinum fá mikið af pening, en það er haldið aftur af nýsköpunarkraftinum, komið í veg fyrir strúktúrbreytingar í því.“ Aukinn stuðningur auki óhagræðiBúvörusamningurinn er til tíu ára og kveður á um greiðslur frá ríkinu til landbúnaðarins upp á 132 milljarða króna, auk þess sem OECD hefur metið kostnað af tollvernd landbúnaðarins á tæpa 9 milljarða króna á ári. Útgjöld til landbúnaðarmála munu aukast um 900 milljónir króna á næsta ári í um 13,8 milljarða króna á ári. Meðal þess sem bætist við er stuðningur við nautakjötsframleiðslu og geitfjárrækt sem ekki hefur áður verið styrkt af ríkinu. „Ef það var hægt að reka þær án stuðnings til þessa, af hverju í ósköpunum að gera þær óhagkvæmari með þessu móti?“ spyr Þórólfur.Leiðrétt 9:35: Í fyrri útgáfu greinarinnar var ranglega haft eftir Þórólfi að útflutningur á nautakjöti en ekki kindakjöti hefði valdið kjötskorti eftir hrun.
Búvörusamningar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira