Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, skoraði geggjað mark fyrir lið sitt Eskilstuna í sænska bikarnum á móti Örebro í gærkvöldi.
Glódís kom sínu liði yfir með marki beint úr aukaspyrnu af 40 metra færi, en Eskilstuna, sem hafnaði í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, vann leikinn, 4-0.
Landsliðsmiðvörðurinn fékk einnig myndarlegt glóðarauga í leiknum eins og sjá má hér.
Markið magnaða má aftur á móti sjá í spilaranum hér að ofan.
