Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, skoraði geggjað mark fyrir lið sitt Eskilstuna í sænska bikarnum á móti Örebro í gærkvöldi.
Glódís kom sínu liði yfir með marki beint úr aukaspyrnu af 40 metra færi, en Eskilstuna, sem hafnaði í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, vann leikinn, 4-0.
Landsliðsmiðvörðurinn fékk einnig myndarlegt glóðarauga í leiknum eins og sjá má hér.
Markið magnaða má aftur á móti sjá í spilaranum hér að ofan.
Sjáðu geggjað mark Glódísar Perlu
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

