Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Snærós Sindradóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 BDSM á Íslandi er fræðslu- og hagsmunafélags BDSM-iðkenda. Félagið stendur fyrir námskeiðum og heldur reglulega viðburði. Árið 2014 var félaginu neitað um þátttöku í Gleðigöngunni. NordicPhotos/Getty Á komandi ársþingi Samtakanna 78 verður kosið um aðild BDSM á Íslandi að samtökunum. Vegna þessa verður í kvöld haldin kynning á BDSM félaginu fyrir meðlimi Samtakanna 78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, segir að kynningin í kvöld verð nýtt til að útskýra af hverju félagið vilji aðild að Samtökunum 78. „Stutta svarið er að þetta er partur af hinseginflórunni. Í Noregi er landssamband BDSM-félaga undir LLH, sem eru norsku hinseginsamtökin. Við erum í rauninni að elta þau svolítið.“ Hann segir að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað kynhneigð sé og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum.“ Aðspurður hvort BDSM á Íslandi vilji taka þátt í kynningarstarfi Samtakanna 78 á meðal ungmenna segir Magnús: „Það er einn stærsti þátturinn í þessu. Gagnvart unglingum sem eru að taka sín fyrstu skref og átta sig á tilverunni og hafa þessar tilhneigingar. Þeir eru oft í vandræðum.“ Skilaboðin sem unglingar fái í dag séu að þau eigi að vera bæði sterk og sjálfstæð. „Við eigum ekki að níðast á öðrum og ekki að níðast á okkur og það er jafnrétti. En svo koma tilfinningar sem stangast á við þetta og það truflar marga. Það eru margir unglingar sem eiga í vandræðum með þetta. Það er rosalega svipað og hjá samkynhneigðum og öllum hinum hinsegin sem hugsa: „Af hverju er ég svona?“ Þegar við tölum um BDSM sem kink eða krydd þá er eins og við höfum val. En þetta er partur af fólki. Það eru margir sem hafa alltaf verið svona,“ segir Magnús. Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira
Á komandi ársþingi Samtakanna 78 verður kosið um aðild BDSM á Íslandi að samtökunum. Vegna þessa verður í kvöld haldin kynning á BDSM félaginu fyrir meðlimi Samtakanna 78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, segir að kynningin í kvöld verð nýtt til að útskýra af hverju félagið vilji aðild að Samtökunum 78. „Stutta svarið er að þetta er partur af hinseginflórunni. Í Noregi er landssamband BDSM-félaga undir LLH, sem eru norsku hinseginsamtökin. Við erum í rauninni að elta þau svolítið.“ Hann segir að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað kynhneigð sé og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum.“ Aðspurður hvort BDSM á Íslandi vilji taka þátt í kynningarstarfi Samtakanna 78 á meðal ungmenna segir Magnús: „Það er einn stærsti þátturinn í þessu. Gagnvart unglingum sem eru að taka sín fyrstu skref og átta sig á tilverunni og hafa þessar tilhneigingar. Þeir eru oft í vandræðum.“ Skilaboðin sem unglingar fái í dag séu að þau eigi að vera bæði sterk og sjálfstæð. „Við eigum ekki að níðast á öðrum og ekki að níðast á okkur og það er jafnrétti. En svo koma tilfinningar sem stangast á við þetta og það truflar marga. Það eru margir unglingar sem eiga í vandræðum með þetta. Það er rosalega svipað og hjá samkynhneigðum og öllum hinum hinsegin sem hugsa: „Af hverju er ég svona?“ Þegar við tölum um BDSM sem kink eða krydd þá er eins og við höfum val. En þetta er partur af fólki. Það eru margir sem hafa alltaf verið svona,“ segir Magnús.
Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira