Fimmtungur segir hafa verið rangt að frelsa þrælana Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2016 11:10 Vísir/EPA Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur margsinnis sagt að hann vilji banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Hann vill byggja stóran vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur kallað Mexíkóa þjófa og nauðgara. Hann er nú langfremstur meðal jafningja í forvali Repúblikanaflokksins en nýjar kannanir gefa til kynna að ummæli hans hafi unnið Trump mikinn fjölda stuðningsmanna. Tæp tuttugu prósent af stuðningsmönnum Trump telja að Abraham Lincoln hefði ekki átt að frelsa þeldökka þræla í Bandaríkjunum. Þar að auki sögðust 17 prósent þeirra ekki vera viss um hvort að aðgerðir forsetans hefðu verið réttar. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt New York Times sem unnin er upp úr tveimur spurningakönnunum og niðurstöðum forvalsins í Suður-Karólínu. Þá segir einnig að fjölmargir stuðningsmenn hans í Suður-Karólínu styðji það að banna samkynhneigðu fólki að koma til Bandaríkjanna, en það er eitthvað sem Trump hefur ekki nefnt í kosningabaráttunni. Meðal stuðningsmanna Trump er stuðningurinn við þessa hugmynd tvöfaldur miðað við hjá stuðningsmönnum Ted Cruz og Marco Rubio. Einnig voru kjósendur í forvalinu í Suður-Karólínu spurðir hvort að hvítir væru æðri kynstofn. 78 prósent þeirra sögðu svo ekki vera, tíu prósent sögðu já og ellefu prósent voru ekki viss. Meðal stuðningsmanna Donald Trump sögðu þó 68 prósent að hvítir væru ekki æðri. 38 prósent stuðningsmanna hans óska þess að Suðurríkin hefðu unnið borgarastríð Bandaríkjanna. Það er mun hærra hlutfall en hjá öðrum frambjóðendum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur margsinnis sagt að hann vilji banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Hann vill byggja stóran vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur kallað Mexíkóa þjófa og nauðgara. Hann er nú langfremstur meðal jafningja í forvali Repúblikanaflokksins en nýjar kannanir gefa til kynna að ummæli hans hafi unnið Trump mikinn fjölda stuðningsmanna. Tæp tuttugu prósent af stuðningsmönnum Trump telja að Abraham Lincoln hefði ekki átt að frelsa þeldökka þræla í Bandaríkjunum. Þar að auki sögðust 17 prósent þeirra ekki vera viss um hvort að aðgerðir forsetans hefðu verið réttar. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt New York Times sem unnin er upp úr tveimur spurningakönnunum og niðurstöðum forvalsins í Suður-Karólínu. Þá segir einnig að fjölmargir stuðningsmenn hans í Suður-Karólínu styðji það að banna samkynhneigðu fólki að koma til Bandaríkjanna, en það er eitthvað sem Trump hefur ekki nefnt í kosningabaráttunni. Meðal stuðningsmanna Trump er stuðningurinn við þessa hugmynd tvöfaldur miðað við hjá stuðningsmönnum Ted Cruz og Marco Rubio. Einnig voru kjósendur í forvalinu í Suður-Karólínu spurðir hvort að hvítir væru æðri kynstofn. 78 prósent þeirra sögðu svo ekki vera, tíu prósent sögðu já og ellefu prósent voru ekki viss. Meðal stuðningsmanna Donald Trump sögðu þó 68 prósent að hvítir væru ekki æðri. 38 prósent stuðningsmanna hans óska þess að Suðurríkin hefðu unnið borgarastríð Bandaríkjanna. Það er mun hærra hlutfall en hjá öðrum frambjóðendum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23