Fimmtungur segir hafa verið rangt að frelsa þrælana Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2016 11:10 Vísir/EPA Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur margsinnis sagt að hann vilji banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Hann vill byggja stóran vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur kallað Mexíkóa þjófa og nauðgara. Hann er nú langfremstur meðal jafningja í forvali Repúblikanaflokksins en nýjar kannanir gefa til kynna að ummæli hans hafi unnið Trump mikinn fjölda stuðningsmanna. Tæp tuttugu prósent af stuðningsmönnum Trump telja að Abraham Lincoln hefði ekki átt að frelsa þeldökka þræla í Bandaríkjunum. Þar að auki sögðust 17 prósent þeirra ekki vera viss um hvort að aðgerðir forsetans hefðu verið réttar. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt New York Times sem unnin er upp úr tveimur spurningakönnunum og niðurstöðum forvalsins í Suður-Karólínu. Þá segir einnig að fjölmargir stuðningsmenn hans í Suður-Karólínu styðji það að banna samkynhneigðu fólki að koma til Bandaríkjanna, en það er eitthvað sem Trump hefur ekki nefnt í kosningabaráttunni. Meðal stuðningsmanna Trump er stuðningurinn við þessa hugmynd tvöfaldur miðað við hjá stuðningsmönnum Ted Cruz og Marco Rubio. Einnig voru kjósendur í forvalinu í Suður-Karólínu spurðir hvort að hvítir væru æðri kynstofn. 78 prósent þeirra sögðu svo ekki vera, tíu prósent sögðu já og ellefu prósent voru ekki viss. Meðal stuðningsmanna Donald Trump sögðu þó 68 prósent að hvítir væru ekki æðri. 38 prósent stuðningsmanna hans óska þess að Suðurríkin hefðu unnið borgarastríð Bandaríkjanna. Það er mun hærra hlutfall en hjá öðrum frambjóðendum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur margsinnis sagt að hann vilji banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Hann vill byggja stóran vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur kallað Mexíkóa þjófa og nauðgara. Hann er nú langfremstur meðal jafningja í forvali Repúblikanaflokksins en nýjar kannanir gefa til kynna að ummæli hans hafi unnið Trump mikinn fjölda stuðningsmanna. Tæp tuttugu prósent af stuðningsmönnum Trump telja að Abraham Lincoln hefði ekki átt að frelsa þeldökka þræla í Bandaríkjunum. Þar að auki sögðust 17 prósent þeirra ekki vera viss um hvort að aðgerðir forsetans hefðu verið réttar. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt New York Times sem unnin er upp úr tveimur spurningakönnunum og niðurstöðum forvalsins í Suður-Karólínu. Þá segir einnig að fjölmargir stuðningsmenn hans í Suður-Karólínu styðji það að banna samkynhneigðu fólki að koma til Bandaríkjanna, en það er eitthvað sem Trump hefur ekki nefnt í kosningabaráttunni. Meðal stuðningsmanna Trump er stuðningurinn við þessa hugmynd tvöfaldur miðað við hjá stuðningsmönnum Ted Cruz og Marco Rubio. Einnig voru kjósendur í forvalinu í Suður-Karólínu spurðir hvort að hvítir væru æðri kynstofn. 78 prósent þeirra sögðu svo ekki vera, tíu prósent sögðu já og ellefu prósent voru ekki viss. Meðal stuðningsmanna Donald Trump sögðu þó 68 prósent að hvítir væru ekki æðri. 38 prósent stuðningsmanna hans óska þess að Suðurríkin hefðu unnið borgarastríð Bandaríkjanna. Það er mun hærra hlutfall en hjá öðrum frambjóðendum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23