Birkir átti þátt í dramatísku sigurmarki Basel | Úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2016 22:00 Erik Lamela fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty Tottenham, Basel og Valencia eru öll komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA en rússneska liðið Krasnodar er úr leik. Dregið verður í 16-liða úrslitin á morgun. Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel sem vann St. Etienne, 2-1, og komst áfram á útivallamarkareglunni en St. Etienne vann fyrri leikinn á heimavelli, 3-2. Sigurinn var þó dramatískur þar sem að St. Etienne jafnaði leikinn á 88. mínútu eftir að Basel komst yfir snemma í leiknum með marki Luca Zuffi, beint úr aukaspyrnu. Staðan var þá orðin 4-3 fyrir Frakkana, samanlagt. Svissneska liðið náði þó að komast áfram með glæsilegu sigurmarki sem Birkir átti stóran þátt í. Hann gaf sendingu frá vinstri kantinum inn í teig en boltinn var þá skallaður niður fyrir Zoff sem skoraði við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Bæði lið misstu þar að auki mann af velli með rautt spjald með skömmu millibili undir lok leiksins.Sjá einnig: United áfram eftir að hafa lent undir gegn Mitdjylland | Sjáðu mörkinSjá einnig: Vítaspyrnumark Milner dugði og Liverpool komst áfram | Sjáðu markiðLamela fagnar marki sínu í kvöld.Vísir/GettyTottenham lenti ekki í vandræðum með Fiorentina á heimavelli sínum og vann 3-0 sigur og þar með 4-1 samanlagt. Ryan Mason og Erik Lamela komu Tottenham í 2-0 forystu í kvöld en þriðja markið var sjálfsmark fyrirliðans Gonzalo Rodriguez. FC Krasnodar eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Sparta Prag í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitunum í kvöld. Sparta Prag vann rimmuna þar með samanlagt 4-0. Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki í vörn Krasnodar í kvöld. Þá unnu lærisveinar Gary Neville í Valencia 4-0 stórsigur á Rapíd Vín og þar með 10-0 samanlagt.Úrslit kvöldsins:Liverpool - Augsburg 1-0 (1-0 samanlagt)Manchester United - Midtjylland 5-1 (6-3)Tottenham - Fiorentina 3-0 (4-1) Lokomotiv Moskva - Fenerbahce 1-1 (1-3) Rapíd Vín - Valencia 0-4 (0-10)Bayer Leverkusen - Sporting 3-1 (4-1) Schalke - Shakhtar Donetsk 0-3 (0-3) Krasnodar - Sparta Prag 0-3 (0-4)Lazio - Galatasaray 3-1 (4-2)Athletic Bilbao - Marseille 1-1 (2-1)Basel - St. Etienne 2-1 (4-4) Porto - Dortmund 0-1 (0-3) Molde - Sevilla 1-0 (1-3) Napoli - Villarreal 1-1 (1-2)Athletic Bilbao - Marseille 1-1 (2-1) Olympiakos - Anderlecht (1-2, framlenging í gangi) Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Tottenham, Basel og Valencia eru öll komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA en rússneska liðið Krasnodar er úr leik. Dregið verður í 16-liða úrslitin á morgun. Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel sem vann St. Etienne, 2-1, og komst áfram á útivallamarkareglunni en St. Etienne vann fyrri leikinn á heimavelli, 3-2. Sigurinn var þó dramatískur þar sem að St. Etienne jafnaði leikinn á 88. mínútu eftir að Basel komst yfir snemma í leiknum með marki Luca Zuffi, beint úr aukaspyrnu. Staðan var þá orðin 4-3 fyrir Frakkana, samanlagt. Svissneska liðið náði þó að komast áfram með glæsilegu sigurmarki sem Birkir átti stóran þátt í. Hann gaf sendingu frá vinstri kantinum inn í teig en boltinn var þá skallaður niður fyrir Zoff sem skoraði við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Bæði lið misstu þar að auki mann af velli með rautt spjald með skömmu millibili undir lok leiksins.Sjá einnig: United áfram eftir að hafa lent undir gegn Mitdjylland | Sjáðu mörkinSjá einnig: Vítaspyrnumark Milner dugði og Liverpool komst áfram | Sjáðu markiðLamela fagnar marki sínu í kvöld.Vísir/GettyTottenham lenti ekki í vandræðum með Fiorentina á heimavelli sínum og vann 3-0 sigur og þar með 4-1 samanlagt. Ryan Mason og Erik Lamela komu Tottenham í 2-0 forystu í kvöld en þriðja markið var sjálfsmark fyrirliðans Gonzalo Rodriguez. FC Krasnodar eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Sparta Prag í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitunum í kvöld. Sparta Prag vann rimmuna þar með samanlagt 4-0. Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki í vörn Krasnodar í kvöld. Þá unnu lærisveinar Gary Neville í Valencia 4-0 stórsigur á Rapíd Vín og þar með 10-0 samanlagt.Úrslit kvöldsins:Liverpool - Augsburg 1-0 (1-0 samanlagt)Manchester United - Midtjylland 5-1 (6-3)Tottenham - Fiorentina 3-0 (4-1) Lokomotiv Moskva - Fenerbahce 1-1 (1-3) Rapíd Vín - Valencia 0-4 (0-10)Bayer Leverkusen - Sporting 3-1 (4-1) Schalke - Shakhtar Donetsk 0-3 (0-3) Krasnodar - Sparta Prag 0-3 (0-4)Lazio - Galatasaray 3-1 (4-2)Athletic Bilbao - Marseille 1-1 (2-1)Basel - St. Etienne 2-1 (4-4) Porto - Dortmund 0-1 (0-3) Molde - Sevilla 1-0 (1-3) Napoli - Villarreal 1-1 (1-2)Athletic Bilbao - Marseille 1-1 (2-1) Olympiakos - Anderlecht (1-2, framlenging í gangi)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira