Formaður ASÍ: Ráðherra neitaði að hleypa neytendum að búvörusamningaborðinu Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2016 11:26 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir nýgerða búvörusamninga valda miklum vonbrigðum. Að landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra hafi sólundað tækifærum til að móta „nýja og sókndjarfa stefnu fyrir landbúnað og afurðastöðvarnar sem gagnast bæði hefði bændum, starfsmönnum í greininni og neytendum.“ „Því miður völdu ráðherrarnir að sólunda tækifærinu og nánast festa í sessi óviðunandi aðstæður í greininni til næstu tíu ára,“ segir Gylfi í tilkynningu. Í tilkynningunni segir að Alþýðusambandið hafi hvatt ráðherra landbúnaðarmála og Bændasamtökin til að hleypa fulltrúum neytanda og starfsmanna að umræðunni um búvörusamninganna. Því hafi verið hafnað, þrátt fyrir að báðir aðilar hafi viðurkennt að neytendur og starfsmenn hefðu beina hagsmuni í málinu. Gylfi segir það mæta mikilli furðu að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, hafi þrátt fyrir það leyft sér að fullyrða á Alþingi að haft hafi verið samráð við ASÍ við gerð samninganna. Þvert á móti hafi hann hafnað öllum slíkum umleitunum. Þá kemur fram í tilkynningunni að af einstaka málefnum í samningunum megi nefna nokkur atriði.Verði þessir samningar staðfestur af Alþingi er hætt við að mikil óvissa verði um stuðning hins opinbera við landbúnaðinn, einkum mjólkurframleiðsluna. Í samningnum um mjólkurframleiðslu er kveðið á um innlausnarskyldu ríkisins á núverandi greiðslumarki (mjólkurkvóta) og skal sú innlausn verða á tvöföldu núvirði kvótans sem ríkið á síðan að endurselja. Þetta er athyglisvert, því markmið samningsins er að afnema kvótakerfið og þá væntanlega viðskipti með kvóta. Hætt er við að í reynd sé verið að hvetja bændur til að innleysa með þessum hætti staðgreiðsluvirði greiðslumarks næstu þriggja ára. Reynist það rétt mun draga verulega úr stuðningi við landbúnaðinn í kjölfarið, því fjármunir til að innleysa kvótann verða sóttir í aðrar greiðslur takist ríkinu ekki að endurselja þennan kvóta. Eins og áður sagði eru afar litar líkur á því að það takist úr því afnema greiðslumarkið í núverandi mynd.Ekkert er fjallað um uppbyggingu og tækifæri afurðastöðvanna í útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Greinin er skilgreind sem þjónustugrein við innlendan landbúnað á grundvelli allsherjar einokunar eins fyrirtækis. Dregnar eru samlíkingar við Landsnet og verðákvörðun sett í hendurnar á þriggja manna sérfræðinganefnd sem ,,reikna‘‘ eigi út gjaldskrá afurðastöðvanna. Samkeppnisyfirvöld hafa ítrekað komið á framfæri athugasemdum sínum um einokun í mjólkuriðnaði við stjórnvöld. Eftirlitsnefnd Evrópska efnahagssvæðisins – ESA - er þegar með til skoðunar hvort undanþága mjólkurvinnslunnar frá samkeppnislögum standist EES samninginn og miðstjórn ASÍ krafðist þess á síðasta ári, þegar sambandið hafnaði að skipa fulltrúa í verðlagsnefnd, að mjólkuriðnaðurinn yrði felldur undir ákvæði samkeppnislaga.Í samningnum er kveðið á um tvíþætta verðtryggingu, bæði m.v. verðlagsforsendur fjárlaga hverju sinni en einnig er settur varnagli um að ef fjárlög hækka minna en sem nemur vísitölu neysluverðs, muni bændur fá mismuninn bættan á næstu fjárlögum. Með þessu fá bændur mun betri stöðu en t.d. stofnanir innan heilbrigðiskerfisins eða menntakerfisins, sem einungis fá leiðréttingu m.v. verðlagsforsendur fjárlaga en ekki endilega almennra verðhækkana.Stórauka á innflutningsvernd landbúnaðar með því að nánast tvöfalda magntollanna frá 1995, sem augljóslega mun þýða mikla hækkun á matvælaverði til neytenda. Vert er að minnast þess að hagsmunum íslenskra neytenda voru fyrir borð bornir árið 1995 með því að íslensk stjórnvöld ákváðu hámarkstolla á innflutningi samkvæmt GATT samningunum. Líkt og þá mun þetta kalla á hörð viðbrögð á erlendum mörkuðum og takmarka enn frekar tækifæri afurðastöðvanna til að hasla sér völl í útflutningi því tollamál eru sjaldnast einhliða mál heldur oftast liður í tvíhliða viðræðum. Innflutningsvernd er því það sama og útflutningsbann í reynd. Búvörusamningar Tengdar fréttir Ólík sýn á nýsköpun í búvörusamningum Aðjúnkt við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri segir ekki rétt að nýir búvörusamningar séu alslæmir fyrir nýsköpun í landbúnaði. Formaður samtakanna Beint frá býli gagnrýnir lítinn stuðning við verkefnið frá bændaforystunni. 24. febrúar 2016 07:00 Hafnar ásökunum um skort á samráði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafnar algjörlega fullyrðingum um að samningar um 131 milljarðs greiðslur á tíu árum vegna búvörusamnings hafi verið samþykktir án samráðs. 25. febrúar 2016 07:00 Búvörusamningurinn verðtryggður Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. 24. febrúar 2016 13:35 Stuðningur við bændur skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir nýjan búvörusamning hvorki skila bændum né neytendum í landinu árangri. 24. febrúar 2016 19:15 Telja svínað á sér Svínaræktendur segja stuðning ríkisins ekki verið í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannalöndum okkar og íhuga að slíta sig frá Bændasamtökunum. 23. febrúar 2016 13:56 Búvörusamningurinn „rækilega verðtryggður“ Greiðslur samningsins samkvæmt samningnum verða á næsta ári 13,8 milljarðar króna. 25. febrúar 2016 10:04 Viðskiptaráð hvetur Alþingi til að hafna búvörusamningum Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með nýja búvörusamninga. 24. febrúar 2016 10:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir nýgerða búvörusamninga valda miklum vonbrigðum. Að landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra hafi sólundað tækifærum til að móta „nýja og sókndjarfa stefnu fyrir landbúnað og afurðastöðvarnar sem gagnast bæði hefði bændum, starfsmönnum í greininni og neytendum.“ „Því miður völdu ráðherrarnir að sólunda tækifærinu og nánast festa í sessi óviðunandi aðstæður í greininni til næstu tíu ára,“ segir Gylfi í tilkynningu. Í tilkynningunni segir að Alþýðusambandið hafi hvatt ráðherra landbúnaðarmála og Bændasamtökin til að hleypa fulltrúum neytanda og starfsmanna að umræðunni um búvörusamninganna. Því hafi verið hafnað, þrátt fyrir að báðir aðilar hafi viðurkennt að neytendur og starfsmenn hefðu beina hagsmuni í málinu. Gylfi segir það mæta mikilli furðu að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, hafi þrátt fyrir það leyft sér að fullyrða á Alþingi að haft hafi verið samráð við ASÍ við gerð samninganna. Þvert á móti hafi hann hafnað öllum slíkum umleitunum. Þá kemur fram í tilkynningunni að af einstaka málefnum í samningunum megi nefna nokkur atriði.Verði þessir samningar staðfestur af Alþingi er hætt við að mikil óvissa verði um stuðning hins opinbera við landbúnaðinn, einkum mjólkurframleiðsluna. Í samningnum um mjólkurframleiðslu er kveðið á um innlausnarskyldu ríkisins á núverandi greiðslumarki (mjólkurkvóta) og skal sú innlausn verða á tvöföldu núvirði kvótans sem ríkið á síðan að endurselja. Þetta er athyglisvert, því markmið samningsins er að afnema kvótakerfið og þá væntanlega viðskipti með kvóta. Hætt er við að í reynd sé verið að hvetja bændur til að innleysa með þessum hætti staðgreiðsluvirði greiðslumarks næstu þriggja ára. Reynist það rétt mun draga verulega úr stuðningi við landbúnaðinn í kjölfarið, því fjármunir til að innleysa kvótann verða sóttir í aðrar greiðslur takist ríkinu ekki að endurselja þennan kvóta. Eins og áður sagði eru afar litar líkur á því að það takist úr því afnema greiðslumarkið í núverandi mynd.Ekkert er fjallað um uppbyggingu og tækifæri afurðastöðvanna í útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Greinin er skilgreind sem þjónustugrein við innlendan landbúnað á grundvelli allsherjar einokunar eins fyrirtækis. Dregnar eru samlíkingar við Landsnet og verðákvörðun sett í hendurnar á þriggja manna sérfræðinganefnd sem ,,reikna‘‘ eigi út gjaldskrá afurðastöðvanna. Samkeppnisyfirvöld hafa ítrekað komið á framfæri athugasemdum sínum um einokun í mjólkuriðnaði við stjórnvöld. Eftirlitsnefnd Evrópska efnahagssvæðisins – ESA - er þegar með til skoðunar hvort undanþága mjólkurvinnslunnar frá samkeppnislögum standist EES samninginn og miðstjórn ASÍ krafðist þess á síðasta ári, þegar sambandið hafnaði að skipa fulltrúa í verðlagsnefnd, að mjólkuriðnaðurinn yrði felldur undir ákvæði samkeppnislaga.Í samningnum er kveðið á um tvíþætta verðtryggingu, bæði m.v. verðlagsforsendur fjárlaga hverju sinni en einnig er settur varnagli um að ef fjárlög hækka minna en sem nemur vísitölu neysluverðs, muni bændur fá mismuninn bættan á næstu fjárlögum. Með þessu fá bændur mun betri stöðu en t.d. stofnanir innan heilbrigðiskerfisins eða menntakerfisins, sem einungis fá leiðréttingu m.v. verðlagsforsendur fjárlaga en ekki endilega almennra verðhækkana.Stórauka á innflutningsvernd landbúnaðar með því að nánast tvöfalda magntollanna frá 1995, sem augljóslega mun þýða mikla hækkun á matvælaverði til neytenda. Vert er að minnast þess að hagsmunum íslenskra neytenda voru fyrir borð bornir árið 1995 með því að íslensk stjórnvöld ákváðu hámarkstolla á innflutningi samkvæmt GATT samningunum. Líkt og þá mun þetta kalla á hörð viðbrögð á erlendum mörkuðum og takmarka enn frekar tækifæri afurðastöðvanna til að hasla sér völl í útflutningi því tollamál eru sjaldnast einhliða mál heldur oftast liður í tvíhliða viðræðum. Innflutningsvernd er því það sama og útflutningsbann í reynd.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Ólík sýn á nýsköpun í búvörusamningum Aðjúnkt við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri segir ekki rétt að nýir búvörusamningar séu alslæmir fyrir nýsköpun í landbúnaði. Formaður samtakanna Beint frá býli gagnrýnir lítinn stuðning við verkefnið frá bændaforystunni. 24. febrúar 2016 07:00 Hafnar ásökunum um skort á samráði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafnar algjörlega fullyrðingum um að samningar um 131 milljarðs greiðslur á tíu árum vegna búvörusamnings hafi verið samþykktir án samráðs. 25. febrúar 2016 07:00 Búvörusamningurinn verðtryggður Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. 24. febrúar 2016 13:35 Stuðningur við bændur skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir nýjan búvörusamning hvorki skila bændum né neytendum í landinu árangri. 24. febrúar 2016 19:15 Telja svínað á sér Svínaræktendur segja stuðning ríkisins ekki verið í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannalöndum okkar og íhuga að slíta sig frá Bændasamtökunum. 23. febrúar 2016 13:56 Búvörusamningurinn „rækilega verðtryggður“ Greiðslur samningsins samkvæmt samningnum verða á næsta ári 13,8 milljarðar króna. 25. febrúar 2016 10:04 Viðskiptaráð hvetur Alþingi til að hafna búvörusamningum Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með nýja búvörusamninga. 24. febrúar 2016 10:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ólík sýn á nýsköpun í búvörusamningum Aðjúnkt við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri segir ekki rétt að nýir búvörusamningar séu alslæmir fyrir nýsköpun í landbúnaði. Formaður samtakanna Beint frá býli gagnrýnir lítinn stuðning við verkefnið frá bændaforystunni. 24. febrúar 2016 07:00
Hafnar ásökunum um skort á samráði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafnar algjörlega fullyrðingum um að samningar um 131 milljarðs greiðslur á tíu árum vegna búvörusamnings hafi verið samþykktir án samráðs. 25. febrúar 2016 07:00
Búvörusamningurinn verðtryggður Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. 24. febrúar 2016 13:35
Stuðningur við bændur skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir nýjan búvörusamning hvorki skila bændum né neytendum í landinu árangri. 24. febrúar 2016 19:15
Telja svínað á sér Svínaræktendur segja stuðning ríkisins ekki verið í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannalöndum okkar og íhuga að slíta sig frá Bændasamtökunum. 23. febrúar 2016 13:56
Búvörusamningurinn „rækilega verðtryggður“ Greiðslur samningsins samkvæmt samningnum verða á næsta ári 13,8 milljarðar króna. 25. febrúar 2016 10:04
Viðskiptaráð hvetur Alþingi til að hafna búvörusamningum Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með nýja búvörusamninga. 24. febrúar 2016 10:38