Nýtt lag frá Kristínu Stefáns: „Lagið minnir okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2016 15:30 Kristín Stefánsdóttir. vísir Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur. Upptökustjóri og framleiðandi er Daði sem jafnframt spilar á hljómborð og bassa, Kristjana aðstoðaði við söngupptökur, Gísli Magna Sigríðarson syngur bakraddir, Börkur Hrafn Birgisson er á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Þetta er annað lagið sem Kristín sendir frá sér. Þetta lag samdi hún fyrir lokatónleikana sína í Danmörku en hún var við nám í Complete Vocal söngskólanum þar. „Lag og texti varð til í flugvélinni þegar ég var einu sinni sem oftar á leið þangað. Ég var að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar, Máttur viljans og lagið kviknaði út frá þeim lestri. Lagið var fullskapað þegar ég lenti og ég fékk síðan einvala lið tónlistarmanna til að hjálpa mér að láta það verða að veruleika.“ Hún segist vera mjög sátt með útkomuna. „Lagið hefur fallegan boðskap; að minna okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að gleyma því ekki. Mér fannst takast einstaklega vel til með útsetninguna, lagið hefur sérstakan sígildan blæ og mikla hlýju sem hæfir boðskap lagsins vel. Ég er fyrst og fremst innilega þakklát öllum þeim frábæru listamönnum sem unnu með mér bæði á sviði tónlistar og myndbandsgerðar og ljáðu mér krafta sína. Að fá eina litla hugmynd í kollinn og sjá hana svo fæðast er algjörlega magnað“. Myndbandið við lagið var unnið af Eventa Films en það má sjá hér að neðan. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur. Upptökustjóri og framleiðandi er Daði sem jafnframt spilar á hljómborð og bassa, Kristjana aðstoðaði við söngupptökur, Gísli Magna Sigríðarson syngur bakraddir, Börkur Hrafn Birgisson er á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Þetta er annað lagið sem Kristín sendir frá sér. Þetta lag samdi hún fyrir lokatónleikana sína í Danmörku en hún var við nám í Complete Vocal söngskólanum þar. „Lag og texti varð til í flugvélinni þegar ég var einu sinni sem oftar á leið þangað. Ég var að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar, Máttur viljans og lagið kviknaði út frá þeim lestri. Lagið var fullskapað þegar ég lenti og ég fékk síðan einvala lið tónlistarmanna til að hjálpa mér að láta það verða að veruleika.“ Hún segist vera mjög sátt með útkomuna. „Lagið hefur fallegan boðskap; að minna okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að gleyma því ekki. Mér fannst takast einstaklega vel til með útsetninguna, lagið hefur sérstakan sígildan blæ og mikla hlýju sem hæfir boðskap lagsins vel. Ég er fyrst og fremst innilega þakklát öllum þeim frábæru listamönnum sem unnu með mér bæði á sviði tónlistar og myndbandsgerðar og ljáðu mér krafta sína. Að fá eina litla hugmynd í kollinn og sjá hana svo fæðast er algjörlega magnað“. Myndbandið við lagið var unnið af Eventa Films en það má sjá hér að neðan.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira