Rúmlega 20 milljarða búhnykkur fyrir ríkissjóð Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2016 19:09 Arðgreiðslur Landsbankans til ríkissjóðs á þessu ári voru vanmetnar um tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í fjárlögum þessa árs. Bankastjóri Landsbankans segir að það sé stefna hans að vera arðgreiðslubanki og ríkið megi því vænta þess að yfir 80 prósent af árlegum arði hans renni í ríkissjóð. Það er óhætt að segja að rekstur viðskiptabankanna standi í miklum blóma þessi misserin. Samanlagður hagnaður þeirra á síðasta ári var 108 milljarðar króna og eigiðfé þess stærsta, Landsbannkans, var 264,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það er langt umfram viðmið Fjármálaeftirlitsins. Tekjur Landsbankans jukust töluvert í fyrra, ekki vegna hækkunar þjónustugjalda að sögn Steinþórs Pálssonar bankastjóra, heldur vegna aukinna umsvifa og hagstæðrar þróunar á fjármálamörkuðum. Hvað sem því líður hagnast ríkissjóður sem eigandi bankans á öllu saman. „Þetta var góður gangur hjá okkur á síðasta ári. Við erum að skila góðu uppgjöri. Það er aukning í tekjum, kostnaður er að lækka. Fjárhagsstaðan gríðarlega sterk, sem gerir það að verkum að við förum í það að leggja til (við aðalfund) að það verði greiddur mjög myndarlegur arður. Eða 28,5 milljarðar vegna síðasta árs,“ segir Steinþór. Sem er góður búhnykkur upp á 21,5 milljarð króna fyrir ríkissjóð en aðeins var gert ráð fyrir 7 milljörðum í arð frá bankanum í fjárlögum þessa árs. Að auki greiðir bankinn 13,1 milljarð króna í skatt vegna ársins í fyrra. Hagrætt hefur verið í bankanum og starfsólki fækkað um 65 þrátt fyrir sameiningu við tvo lífeyrissjóði. Bankinn greiðir nú 80 prósent hagnaðar og 10 prósent eiginfjár síns í arð. Bankastjórinn segir að stefnu bankans að vera arðgreiðslubanki fyrir eiganda sinn. Ríkissjóður getur því áfram vænst þess að fá góðan arð af bankanum á komandi árum. „Já, við reiknum með að borga stærri hluta hagnaðar í arð. Hagnaður hefur verið mjög mikill nú á síðustu árum. Við eigum þó frekar von á að hann lækki í ljósi þess að hluti af tekjum eru óreglulegir liðir sem við getum ekki reiknað okkur inn í framtíðina,“ segir Steinþór. Enda sé bankinn búinn að selja megnið af þeim fyrirtækjum sem hann fékk vegna hrunsins, þótt hann eigi enn um 15 milljarða í hlutabréfum í fyrirtækjum sem eftir eigi að selja. „Við eigum ennþá hlutabréfaeignir. Tæpa 30 milljarða í hlutabréfum en þar af er um helmingur eignir sem við eigum eftir að selja frá okkur,“ segir Steinþór. En bankinn eigi yfirleitt ekki meira en 20% hlut í þeim fyrirtækjum sem hann eigi eftir að selja. Þar megi nefna FSÍ (Fjárfestingasjóð Íslands), Stoðir sem byggi á erlendri eign og svo Eyri. Borgunarmálið Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Arðgreiðslur Landsbankans til ríkissjóðs á þessu ári voru vanmetnar um tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í fjárlögum þessa árs. Bankastjóri Landsbankans segir að það sé stefna hans að vera arðgreiðslubanki og ríkið megi því vænta þess að yfir 80 prósent af árlegum arði hans renni í ríkissjóð. Það er óhætt að segja að rekstur viðskiptabankanna standi í miklum blóma þessi misserin. Samanlagður hagnaður þeirra á síðasta ári var 108 milljarðar króna og eigiðfé þess stærsta, Landsbannkans, var 264,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það er langt umfram viðmið Fjármálaeftirlitsins. Tekjur Landsbankans jukust töluvert í fyrra, ekki vegna hækkunar þjónustugjalda að sögn Steinþórs Pálssonar bankastjóra, heldur vegna aukinna umsvifa og hagstæðrar þróunar á fjármálamörkuðum. Hvað sem því líður hagnast ríkissjóður sem eigandi bankans á öllu saman. „Þetta var góður gangur hjá okkur á síðasta ári. Við erum að skila góðu uppgjöri. Það er aukning í tekjum, kostnaður er að lækka. Fjárhagsstaðan gríðarlega sterk, sem gerir það að verkum að við förum í það að leggja til (við aðalfund) að það verði greiddur mjög myndarlegur arður. Eða 28,5 milljarðar vegna síðasta árs,“ segir Steinþór. Sem er góður búhnykkur upp á 21,5 milljarð króna fyrir ríkissjóð en aðeins var gert ráð fyrir 7 milljörðum í arð frá bankanum í fjárlögum þessa árs. Að auki greiðir bankinn 13,1 milljarð króna í skatt vegna ársins í fyrra. Hagrætt hefur verið í bankanum og starfsólki fækkað um 65 þrátt fyrir sameiningu við tvo lífeyrissjóði. Bankinn greiðir nú 80 prósent hagnaðar og 10 prósent eiginfjár síns í arð. Bankastjórinn segir að stefnu bankans að vera arðgreiðslubanki fyrir eiganda sinn. Ríkissjóður getur því áfram vænst þess að fá góðan arð af bankanum á komandi árum. „Já, við reiknum með að borga stærri hluta hagnaðar í arð. Hagnaður hefur verið mjög mikill nú á síðustu árum. Við eigum þó frekar von á að hann lækki í ljósi þess að hluti af tekjum eru óreglulegir liðir sem við getum ekki reiknað okkur inn í framtíðina,“ segir Steinþór. Enda sé bankinn búinn að selja megnið af þeim fyrirtækjum sem hann fékk vegna hrunsins, þótt hann eigi enn um 15 milljarða í hlutabréfum í fyrirtækjum sem eftir eigi að selja. „Við eigum ennþá hlutabréfaeignir. Tæpa 30 milljarða í hlutabréfum en þar af er um helmingur eignir sem við eigum eftir að selja frá okkur,“ segir Steinþór. En bankinn eigi yfirleitt ekki meira en 20% hlut í þeim fyrirtækjum sem hann eigi eftir að selja. Þar megi nefna FSÍ (Fjárfestingasjóð Íslands), Stoðir sem byggi á erlendri eign og svo Eyri.
Borgunarmálið Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira