Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2016 20:00 Elsti og virtasti drengjakór í heimi, Vínardrengjakórinn, hélt tónleika í Hörpu í dag og heldur aðra tónleika á morgun. Mörg frægustu tónskáld heims, eins og Schubert, hafa ýmist verið kórdrengir sjálfir eða unnið með kórnum í gegnum aldirnar og nú hljómar þar rödd þrettán ára Íslendings. Það eru fáir ef nokkrir kórar sem geta státað af annarri eins sögu og Vínardrengjakórinn í Austurríki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1296 eða skömmu eftir að íslenska þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Það eru hundrað drengir á aldrinum níu til fjórtán ára í Vínarkórnum hverju sinni sem skipt er upp í fjóra kóra sem koma fram á um 300 tónleikum víðs vegar um heiminn á ári hverju. Í dag er einn þeirra Magnús Hlynsson, þrettán ára, sonur hjónanna Hlyns Guðmundssonar og Elenor Guðmundsson frá Austurríki þar sem Magnús hefur búið allt sitt líf. „Ég byrjaði í kórnum þegar ég var tíu ára gamall vegna þess að ég var alltaf að syngja og fannst það alltaf gaman,“ segir Magnús hógvær og bætir við að hann sé stoltur af því að syngja með þessum einum frægasta kór í heimi. Magnús segist ekki vita hvort hann ætli að leggja sönginn fyrir sig þegar hann verði orðinn stór. „Ég vil eiginlega vera leikari,“ segir hann en þó komi til greina að leggja óperusönginn fyrir sig og leika í óperum. Magnús er hrifinn af klassískri tónlist eins og Mozart og Schubert en hlustar þó aðallega á popptónlist heima hjá sér. Hann segist þó ekki hlusta á Justin Bieber, honum finnist hann ekki góður. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Sjá meira
Elsti og virtasti drengjakór í heimi, Vínardrengjakórinn, hélt tónleika í Hörpu í dag og heldur aðra tónleika á morgun. Mörg frægustu tónskáld heims, eins og Schubert, hafa ýmist verið kórdrengir sjálfir eða unnið með kórnum í gegnum aldirnar og nú hljómar þar rödd þrettán ára Íslendings. Það eru fáir ef nokkrir kórar sem geta státað af annarri eins sögu og Vínardrengjakórinn í Austurríki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1296 eða skömmu eftir að íslenska þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Það eru hundrað drengir á aldrinum níu til fjórtán ára í Vínarkórnum hverju sinni sem skipt er upp í fjóra kóra sem koma fram á um 300 tónleikum víðs vegar um heiminn á ári hverju. Í dag er einn þeirra Magnús Hlynsson, þrettán ára, sonur hjónanna Hlyns Guðmundssonar og Elenor Guðmundsson frá Austurríki þar sem Magnús hefur búið allt sitt líf. „Ég byrjaði í kórnum þegar ég var tíu ára gamall vegna þess að ég var alltaf að syngja og fannst það alltaf gaman,“ segir Magnús hógvær og bætir við að hann sé stoltur af því að syngja með þessum einum frægasta kór í heimi. Magnús segist ekki vita hvort hann ætli að leggja sönginn fyrir sig þegar hann verði orðinn stór. „Ég vil eiginlega vera leikari,“ segir hann en þó komi til greina að leggja óperusönginn fyrir sig og leika í óperum. Magnús er hrifinn af klassískri tónlist eins og Mozart og Schubert en hlustar þó aðallega á popptónlist heima hjá sér. Hann segist þó ekki hlusta á Justin Bieber, honum finnist hann ekki góður.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Sjá meira