Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2016 20:00 Elsti og virtasti drengjakór í heimi, Vínardrengjakórinn, hélt tónleika í Hörpu í dag og heldur aðra tónleika á morgun. Mörg frægustu tónskáld heims, eins og Schubert, hafa ýmist verið kórdrengir sjálfir eða unnið með kórnum í gegnum aldirnar og nú hljómar þar rödd þrettán ára Íslendings. Það eru fáir ef nokkrir kórar sem geta státað af annarri eins sögu og Vínardrengjakórinn í Austurríki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1296 eða skömmu eftir að íslenska þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Það eru hundrað drengir á aldrinum níu til fjórtán ára í Vínarkórnum hverju sinni sem skipt er upp í fjóra kóra sem koma fram á um 300 tónleikum víðs vegar um heiminn á ári hverju. Í dag er einn þeirra Magnús Hlynsson, þrettán ára, sonur hjónanna Hlyns Guðmundssonar og Elenor Guðmundsson frá Austurríki þar sem Magnús hefur búið allt sitt líf. „Ég byrjaði í kórnum þegar ég var tíu ára gamall vegna þess að ég var alltaf að syngja og fannst það alltaf gaman,“ segir Magnús hógvær og bætir við að hann sé stoltur af því að syngja með þessum einum frægasta kór í heimi. Magnús segist ekki vita hvort hann ætli að leggja sönginn fyrir sig þegar hann verði orðinn stór. „Ég vil eiginlega vera leikari,“ segir hann en þó komi til greina að leggja óperusönginn fyrir sig og leika í óperum. Magnús er hrifinn af klassískri tónlist eins og Mozart og Schubert en hlustar þó aðallega á popptónlist heima hjá sér. Hann segist þó ekki hlusta á Justin Bieber, honum finnist hann ekki góður. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Elsti og virtasti drengjakór í heimi, Vínardrengjakórinn, hélt tónleika í Hörpu í dag og heldur aðra tónleika á morgun. Mörg frægustu tónskáld heims, eins og Schubert, hafa ýmist verið kórdrengir sjálfir eða unnið með kórnum í gegnum aldirnar og nú hljómar þar rödd þrettán ára Íslendings. Það eru fáir ef nokkrir kórar sem geta státað af annarri eins sögu og Vínardrengjakórinn í Austurríki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1296 eða skömmu eftir að íslenska þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Það eru hundrað drengir á aldrinum níu til fjórtán ára í Vínarkórnum hverju sinni sem skipt er upp í fjóra kóra sem koma fram á um 300 tónleikum víðs vegar um heiminn á ári hverju. Í dag er einn þeirra Magnús Hlynsson, þrettán ára, sonur hjónanna Hlyns Guðmundssonar og Elenor Guðmundsson frá Austurríki þar sem Magnús hefur búið allt sitt líf. „Ég byrjaði í kórnum þegar ég var tíu ára gamall vegna þess að ég var alltaf að syngja og fannst það alltaf gaman,“ segir Magnús hógvær og bætir við að hann sé stoltur af því að syngja með þessum einum frægasta kór í heimi. Magnús segist ekki vita hvort hann ætli að leggja sönginn fyrir sig þegar hann verði orðinn stór. „Ég vil eiginlega vera leikari,“ segir hann en þó komi til greina að leggja óperusönginn fyrir sig og leika í óperum. Magnús er hrifinn af klassískri tónlist eins og Mozart og Schubert en hlustar þó aðallega á popptónlist heima hjá sér. Hann segist þó ekki hlusta á Justin Bieber, honum finnist hann ekki góður.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira