Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2016 11:15 Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir landbúnaðarráðherra Sigurð Inga Jóhannsson fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna sem samþykktir voru á dögunum. Þá segir hún einnig að nefnd ráðherra, sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hafi aldrei komið saman.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði veriðÞetta kom fram í máli Ragnheiðar á Sprengisandi í morgun þar sem búvörusamningarnir voru meðal annars ræddir. Þeir hafa verið umdeildir, ekki síst meðal stjórnarþingmanna sem hafa gagnrýnt þá í ræðu og riti síðastliðna viku. Í það minnsta tveir þeirra haf sagt opinberlega að búvörusamninganir munu kosta íslenska skattgreiðendur tugi milljarða á næstu árum, en ávinningurinn fyrir almenning sé óljós.Eins og Stöð2 greindi frá á dögunum aukast útgjöld ríkisins um rúmar 900 milljónir og verða um 14 milljarðar á næsta ári samkvæmt nýjum búvörusamningum. Ragnheiður, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þann 20. febrúar að hún myndi aldrei samþykkja slíkan samning á Alþingi Íslendinga. Flokksbróðir hennar Vilhjálmur Bjarnason tók í sama streng og sagðist ekki geta stutt þá. „Þetta er ekki til að bæta velferð heildarinnar og tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda sem best eru settir en í heildina er þetta dálítil trygging á óbreyttu ástandi,“ sagði Vilhjálmur.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningSkipuð í nefnd sem kom aldrei saman Ragnheiður reifaði aðdraganda samninganna og skipun nefndar, sem hún var tilnefnd í en kom aldrei saman, á Sprengisandi í dag. „Ef ég man rétt þá í október 2014 fengu allir þingflokkar bréf frá ráðherra [Sigurði Inga] um að skipa fulltrúa sína í nefnd um búvörusamninga. Að minnsta kom sú tillaga inn til okkar sjálfstæðismanna og flokkurinn skipaði Harald Benediktsson og Ragnheiði Ríkharðsdóttur í þá nefnd. En sú nefnd var aldrei kölluð saman og ekki get ég svarað af hverju,“ segir Ragnheiður sem þykir það harla óeðlilegt í ljósi „kröfu samtímans“ um aukið samráð og opið og gegnsætt ákvarðanatökuferli. Spjall þeirra Sigurjóns M. Egilssonar, Ragnheiðar og Svandísar Svavarsdóttur má heyra hér að ofan. Búvörusamningar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir landbúnaðarráðherra Sigurð Inga Jóhannsson fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna sem samþykktir voru á dögunum. Þá segir hún einnig að nefnd ráðherra, sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hafi aldrei komið saman.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði veriðÞetta kom fram í máli Ragnheiðar á Sprengisandi í morgun þar sem búvörusamningarnir voru meðal annars ræddir. Þeir hafa verið umdeildir, ekki síst meðal stjórnarþingmanna sem hafa gagnrýnt þá í ræðu og riti síðastliðna viku. Í það minnsta tveir þeirra haf sagt opinberlega að búvörusamninganir munu kosta íslenska skattgreiðendur tugi milljarða á næstu árum, en ávinningurinn fyrir almenning sé óljós.Eins og Stöð2 greindi frá á dögunum aukast útgjöld ríkisins um rúmar 900 milljónir og verða um 14 milljarðar á næsta ári samkvæmt nýjum búvörusamningum. Ragnheiður, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þann 20. febrúar að hún myndi aldrei samþykkja slíkan samning á Alþingi Íslendinga. Flokksbróðir hennar Vilhjálmur Bjarnason tók í sama streng og sagðist ekki geta stutt þá. „Þetta er ekki til að bæta velferð heildarinnar og tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda sem best eru settir en í heildina er þetta dálítil trygging á óbreyttu ástandi,“ sagði Vilhjálmur.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningSkipuð í nefnd sem kom aldrei saman Ragnheiður reifaði aðdraganda samninganna og skipun nefndar, sem hún var tilnefnd í en kom aldrei saman, á Sprengisandi í dag. „Ef ég man rétt þá í október 2014 fengu allir þingflokkar bréf frá ráðherra [Sigurði Inga] um að skipa fulltrúa sína í nefnd um búvörusamninga. Að minnsta kom sú tillaga inn til okkar sjálfstæðismanna og flokkurinn skipaði Harald Benediktsson og Ragnheiði Ríkharðsdóttur í þá nefnd. En sú nefnd var aldrei kölluð saman og ekki get ég svarað af hverju,“ segir Ragnheiður sem þykir það harla óeðlilegt í ljósi „kröfu samtímans“ um aukið samráð og opið og gegnsætt ákvarðanatökuferli. Spjall þeirra Sigurjóns M. Egilssonar, Ragnheiðar og Svandísar Svavarsdóttur má heyra hér að ofan.
Búvörusamningar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira