Handbolti

Fimm íslensk mörk í sigri Holstebro

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sigurbergur í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma.
Sigurbergur í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma. Vísir/Ernir
Egill Magnússon, Sigurbergur Sveinsson og félagar í Tvis Holstebro unnu fimm marka sigur á hollenska félaginu Limburg Lions í B-riðli EHF bikarsins en þetta var annar sigur danska liðsins í riðlinum.

Holstebro var sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og tók fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 17-13. Leikmenn Holstebro náðu að bæta við forskotið í seinni hálfleik og fögnuðu að lokum fimm marka sigri 29-24.

Sigurbergur Sveinsson var meðal markahæstu leikmanna liðsins með fjögur mörk í dag en Egill Magnússon bætti við einu marki.

Holstebro lyfti sér upp í 2. sæti B-riðilsins upp að hlið Göpppingen og Nantes með sigrinum en liðin eru öll jöfn með 4 stig eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×