Bændur vilja meiri skilning Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, með Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra sér á hægri hönd og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands á þá vinstri í Hörpu í gær. Visir/Vilhelm Mikilvægt er að halda því til haga að bændur hefðu lagt sitt af mörkum til að koma þjóðinni í gegn um það erfiða ástand sem efnahagshrunið leiddi af sér. Þetta sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi í gær. Miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins síðustu áratugi. „Beinn stuðningur er nú tæpir 13 milljarðar á ári. Metið verðgildi markaðsverndar eru rúmir 8 milljarðar til viðbótar. Værum við enn í 5% af landsframleiðslu eins og fyrir 25 árum væri samtalan tæpir 100 milljarðar. Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar.“ Fjölmenni var á setningarathöfninni, en alls voru um 400 manns viðstaddir. Nýgerður búvörusamningur er umdeildur og var ræddur í þaula á þinginu. Sindri sagði sjálfsagt að í samfélaginu væri rætt um stuðninginn og hvernig honum ætti að vera háttað. Sú umræða þyrfti þó að fara fram með sanngjörnum hætti. „Skoðanir voru og eru skiptar. Við bændur eigum að taka öllum þeim fagnandi sem vilja ræða þessi mál af sanngirni og hafa eitthvað efnislegt fram að færa. Landbúnaðurinn fær ekki þrifist nema í sátt við samfélagið og við skulum leggja okkar af mörkum til að hún geti orðið sem best.“ Sindri ræddi um gagnrýni bænda á samningana sem var mest á meðal mjólkurframleiðenda. Við henni hefði verið brugðist með skoðanakönnun. „Niðurstöður hennar urðu til þess að gerðar voru breytingar á lokametrunum til að ná betri sátt. Það virðist hafa tekist ágætlega en hins vegar er eðlilegt að samningar sem leggja upp með miklar breytingar séu umdeildir.“ Þeir sem stunda svínarækt hafa ekki átt kost á beinum styrkjum og á næstu dögum á að ræða um það hvort þeir segi skilið við heildarsamtök bænda. Sindri sagðist hafa skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram. „En þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri og sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða. Samkvæmt úttekt Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er kostnaður við nauðsynlegar breytingar á bilinu 5-7 milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. „Að sjálfsögðu kvarta bændur ekki undan hertum reglum um velferð dýra. Við eigum að vera þar í fremstu röð. Hins vegar viljum við líka fá skilning á því að þessar breytingar eru mjög dýrar og til þess að hægt sé að hraða þeim eins og kostur er þá þarf ríkið að koma að borðinu með stuðning. Sama gildir um tollasamninginn frá september. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í viðræðurnar. Bændur gagnrýndu hann harðlega enda hefur hann mikil áhrif á starfsskilyrði margra búgreina.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna í þættinum Sprengisandi og sagði frá því að nefnd ráðherra sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hefði aldrei komið saman. Búvörusamningar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Mikilvægt er að halda því til haga að bændur hefðu lagt sitt af mörkum til að koma þjóðinni í gegn um það erfiða ástand sem efnahagshrunið leiddi af sér. Þetta sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi í gær. Miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins síðustu áratugi. „Beinn stuðningur er nú tæpir 13 milljarðar á ári. Metið verðgildi markaðsverndar eru rúmir 8 milljarðar til viðbótar. Værum við enn í 5% af landsframleiðslu eins og fyrir 25 árum væri samtalan tæpir 100 milljarðar. Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar.“ Fjölmenni var á setningarathöfninni, en alls voru um 400 manns viðstaddir. Nýgerður búvörusamningur er umdeildur og var ræddur í þaula á þinginu. Sindri sagði sjálfsagt að í samfélaginu væri rætt um stuðninginn og hvernig honum ætti að vera háttað. Sú umræða þyrfti þó að fara fram með sanngjörnum hætti. „Skoðanir voru og eru skiptar. Við bændur eigum að taka öllum þeim fagnandi sem vilja ræða þessi mál af sanngirni og hafa eitthvað efnislegt fram að færa. Landbúnaðurinn fær ekki þrifist nema í sátt við samfélagið og við skulum leggja okkar af mörkum til að hún geti orðið sem best.“ Sindri ræddi um gagnrýni bænda á samningana sem var mest á meðal mjólkurframleiðenda. Við henni hefði verið brugðist með skoðanakönnun. „Niðurstöður hennar urðu til þess að gerðar voru breytingar á lokametrunum til að ná betri sátt. Það virðist hafa tekist ágætlega en hins vegar er eðlilegt að samningar sem leggja upp með miklar breytingar séu umdeildir.“ Þeir sem stunda svínarækt hafa ekki átt kost á beinum styrkjum og á næstu dögum á að ræða um það hvort þeir segi skilið við heildarsamtök bænda. Sindri sagðist hafa skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram. „En þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri og sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða. Samkvæmt úttekt Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er kostnaður við nauðsynlegar breytingar á bilinu 5-7 milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. „Að sjálfsögðu kvarta bændur ekki undan hertum reglum um velferð dýra. Við eigum að vera þar í fremstu röð. Hins vegar viljum við líka fá skilning á því að þessar breytingar eru mjög dýrar og til þess að hægt sé að hraða þeim eins og kostur er þá þarf ríkið að koma að borðinu með stuðning. Sama gildir um tollasamninginn frá september. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í viðræðurnar. Bændur gagnrýndu hann harðlega enda hefur hann mikil áhrif á starfsskilyrði margra búgreina.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna í þættinum Sprengisandi og sagði frá því að nefnd ráðherra sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hefði aldrei komið saman.
Búvörusamningar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira