Gylltur forseti Ívar Halldórsson skrifar 29. febrúar 2016 09:01 Nú er Óskarinn í baksýnisspeglinum. Allir sem stóðu sig best í kvikmyndaiðnaðinum hafa fengið sínar gullstyttur, og þeir tilnefndu og tómhentu hvatningu til að reyna að ná sér í eina slíka á nýju kvikmyndaári. Ef heldur fram sem horfir verður hinn myndarlegi Óskar orðinn Íslandsvinur innan skamms, því ljóst er að tilnefningum til íslenskra listamanna og -verka fjölgar. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningu á síðasta ári fyrir tónlist sína við myndina „The Theory of Everything“ og nú aftur fyrir tónlist við myndina „Sicario“. Við höfum áður stigið í vænginn við þennan eftirsótta Óskar. Stuttmyndin „Síðasti bærinn“ fékk tilnefningu árið 2005, Björk Guðmundsdóttir fékk tilnefningu fyrir lagið „I've Seen It All“ úr myndinni „Myrkradansarinn“ eftir Lars Von Trier árið 2000 og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn náttúrunnar“ fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin sama ár og „Nína“ keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo bíðum við spennt eftir að Baltasar Kormákur verði tilnefndur fyrir eitthvert snilldarverkið í náinni framtíð. Óskarinn er gífurlegur hvati í kvikmyndaiðnaðinum og dregur fram það besta í þeim sem taka þátt í kvikmyndagerð um heim allan. Óskarinn fær fagmenn til að setja markið hátt. Metnaðurinn skilar sér auðvitað alla leið í kvikmyndahúsin. Þar sitjum við með okkar nánustu, horfum á hvíta tjaldið og njótum stórkostlegs árangurs afreksmanna kvikmyndaheimsins - en þeir hafa lagt líf og sál í að skapa eftirminnileg listaverk sem veita okkur ómælda gleði og innsýn inn í mannlegt líf og eðli. En ef Óskarinn nær að draga fram það besta í þeim sem starfa í kvikmyndaheiminum, væri þá ekki upplagt að nýta þessa hugmynd á öðrum vettvangi? Hvernig væri t.d. að hafa árlega verðlaunaafhendingu fyrir vel unnin störf á pólitískum vettvangi? Við gætum sett á fót eins konar þingmanna-akademíu sem fylgdist með störfum þingmanna og tæki eftir afrekum þeirra. Svo myndum við leigja Hörpuna. Allir stjórnmálamenn myndu mæta í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn fyrir framan Hörpuna þar sem þeir ásamt mökum yrðu myndaðir í bak og fyrir. Stórkostleg skemmtiatriði yrðu á boðstólunum og fallegar fortíðaminningar þekktra þingmanna fastur dagskrárliður á glæsilegu sviðinu. Í stað hins gyllta Óskars gætum við haft gullhúðaða styttu af Jóni Sigurðssyni, þ.e. Jóni forseta. Þekkt andlit úr þingheimi myndu þá keppast við að lesa upp tilnefningar fyrir vel unnin störf á árinu og taka úrslit upp úr umslögum. Verðlaun yrðu afhent fyrir besta þingmann og þingkonu í aðalhlutverki, besta þingmann og þingkonu í aukahlutverki, besta frumvarpið, bestu ræðu í fullri lengd, best klædda þingmanninn, besta niðurskurðinn, mestu kaupmáttaraukninguna og besta árangur í málefnum aldraðra og einstæðra mæðra. Að sjálfsögðu yrði Forsetinn svo veittur fyrir stærsta stjórnmálasigur ársins. Kannski yrðum við í kjölfarið vör við meiri fagmennsku í aðgerðum, hegðun og ræðu stjórnmálamanna. Kannski myndu afrek stjórnmálamanna skila sér alla leið inn á heimili okkar og veita okkur ómælda gleði og fylla okkur af tilhlökkun til þess sem fram undan er. Kannski yrðum við stoltari af stjórnmálum hérlendis og kannski myndi okkur jafnvel hlakka til næsta stjórnmálaárs. Samkeppni hefur ávallt skorað á fólk að fara út fyrir þægindarammann sinn, og ná þannig meiri árangri en jafnvel það sjálft taldi raunhæft. Það eru einmitt styttur og verðlaunapeningar sem hafa fengið t.d. íþróttafólkið okkar til að ná stöðugt betri og betri árangri í íþróttum. Kannski er kominn tími að koma þingheiminum á bragðið. Gullhúðaður Jón forseti er kannski einmitt hvatinn sem vantar í stjórnmálin. Og Forsetann hlýtur.... Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nú er Óskarinn í baksýnisspeglinum. Allir sem stóðu sig best í kvikmyndaiðnaðinum hafa fengið sínar gullstyttur, og þeir tilnefndu og tómhentu hvatningu til að reyna að ná sér í eina slíka á nýju kvikmyndaári. Ef heldur fram sem horfir verður hinn myndarlegi Óskar orðinn Íslandsvinur innan skamms, því ljóst er að tilnefningum til íslenskra listamanna og -verka fjölgar. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningu á síðasta ári fyrir tónlist sína við myndina „The Theory of Everything“ og nú aftur fyrir tónlist við myndina „Sicario“. Við höfum áður stigið í vænginn við þennan eftirsótta Óskar. Stuttmyndin „Síðasti bærinn“ fékk tilnefningu árið 2005, Björk Guðmundsdóttir fékk tilnefningu fyrir lagið „I've Seen It All“ úr myndinni „Myrkradansarinn“ eftir Lars Von Trier árið 2000 og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn náttúrunnar“ fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin sama ár og „Nína“ keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo bíðum við spennt eftir að Baltasar Kormákur verði tilnefndur fyrir eitthvert snilldarverkið í náinni framtíð. Óskarinn er gífurlegur hvati í kvikmyndaiðnaðinum og dregur fram það besta í þeim sem taka þátt í kvikmyndagerð um heim allan. Óskarinn fær fagmenn til að setja markið hátt. Metnaðurinn skilar sér auðvitað alla leið í kvikmyndahúsin. Þar sitjum við með okkar nánustu, horfum á hvíta tjaldið og njótum stórkostlegs árangurs afreksmanna kvikmyndaheimsins - en þeir hafa lagt líf og sál í að skapa eftirminnileg listaverk sem veita okkur ómælda gleði og innsýn inn í mannlegt líf og eðli. En ef Óskarinn nær að draga fram það besta í þeim sem starfa í kvikmyndaheiminum, væri þá ekki upplagt að nýta þessa hugmynd á öðrum vettvangi? Hvernig væri t.d. að hafa árlega verðlaunaafhendingu fyrir vel unnin störf á pólitískum vettvangi? Við gætum sett á fót eins konar þingmanna-akademíu sem fylgdist með störfum þingmanna og tæki eftir afrekum þeirra. Svo myndum við leigja Hörpuna. Allir stjórnmálamenn myndu mæta í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn fyrir framan Hörpuna þar sem þeir ásamt mökum yrðu myndaðir í bak og fyrir. Stórkostleg skemmtiatriði yrðu á boðstólunum og fallegar fortíðaminningar þekktra þingmanna fastur dagskrárliður á glæsilegu sviðinu. Í stað hins gyllta Óskars gætum við haft gullhúðaða styttu af Jóni Sigurðssyni, þ.e. Jóni forseta. Þekkt andlit úr þingheimi myndu þá keppast við að lesa upp tilnefningar fyrir vel unnin störf á árinu og taka úrslit upp úr umslögum. Verðlaun yrðu afhent fyrir besta þingmann og þingkonu í aðalhlutverki, besta þingmann og þingkonu í aukahlutverki, besta frumvarpið, bestu ræðu í fullri lengd, best klædda þingmanninn, besta niðurskurðinn, mestu kaupmáttaraukninguna og besta árangur í málefnum aldraðra og einstæðra mæðra. Að sjálfsögðu yrði Forsetinn svo veittur fyrir stærsta stjórnmálasigur ársins. Kannski yrðum við í kjölfarið vör við meiri fagmennsku í aðgerðum, hegðun og ræðu stjórnmálamanna. Kannski myndu afrek stjórnmálamanna skila sér alla leið inn á heimili okkar og veita okkur ómælda gleði og fylla okkur af tilhlökkun til þess sem fram undan er. Kannski yrðum við stoltari af stjórnmálum hérlendis og kannski myndi okkur jafnvel hlakka til næsta stjórnmálaárs. Samkeppni hefur ávallt skorað á fólk að fara út fyrir þægindarammann sinn, og ná þannig meiri árangri en jafnvel það sjálft taldi raunhæft. Það eru einmitt styttur og verðlaunapeningar sem hafa fengið t.d. íþróttafólkið okkar til að ná stöðugt betri og betri árangri í íþróttum. Kannski er kominn tími að koma þingheiminum á bragðið. Gullhúðaður Jón forseti er kannski einmitt hvatinn sem vantar í stjórnmálin. Og Forsetann hlýtur.... Ívar Halldórsson
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar