Gylltur forseti Ívar Halldórsson skrifar 29. febrúar 2016 09:01 Nú er Óskarinn í baksýnisspeglinum. Allir sem stóðu sig best í kvikmyndaiðnaðinum hafa fengið sínar gullstyttur, og þeir tilnefndu og tómhentu hvatningu til að reyna að ná sér í eina slíka á nýju kvikmyndaári. Ef heldur fram sem horfir verður hinn myndarlegi Óskar orðinn Íslandsvinur innan skamms, því ljóst er að tilnefningum til íslenskra listamanna og -verka fjölgar. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningu á síðasta ári fyrir tónlist sína við myndina „The Theory of Everything“ og nú aftur fyrir tónlist við myndina „Sicario“. Við höfum áður stigið í vænginn við þennan eftirsótta Óskar. Stuttmyndin „Síðasti bærinn“ fékk tilnefningu árið 2005, Björk Guðmundsdóttir fékk tilnefningu fyrir lagið „I've Seen It All“ úr myndinni „Myrkradansarinn“ eftir Lars Von Trier árið 2000 og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn náttúrunnar“ fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin sama ár og „Nína“ keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo bíðum við spennt eftir að Baltasar Kormákur verði tilnefndur fyrir eitthvert snilldarverkið í náinni framtíð. Óskarinn er gífurlegur hvati í kvikmyndaiðnaðinum og dregur fram það besta í þeim sem taka þátt í kvikmyndagerð um heim allan. Óskarinn fær fagmenn til að setja markið hátt. Metnaðurinn skilar sér auðvitað alla leið í kvikmyndahúsin. Þar sitjum við með okkar nánustu, horfum á hvíta tjaldið og njótum stórkostlegs árangurs afreksmanna kvikmyndaheimsins - en þeir hafa lagt líf og sál í að skapa eftirminnileg listaverk sem veita okkur ómælda gleði og innsýn inn í mannlegt líf og eðli. En ef Óskarinn nær að draga fram það besta í þeim sem starfa í kvikmyndaheiminum, væri þá ekki upplagt að nýta þessa hugmynd á öðrum vettvangi? Hvernig væri t.d. að hafa árlega verðlaunaafhendingu fyrir vel unnin störf á pólitískum vettvangi? Við gætum sett á fót eins konar þingmanna-akademíu sem fylgdist með störfum þingmanna og tæki eftir afrekum þeirra. Svo myndum við leigja Hörpuna. Allir stjórnmálamenn myndu mæta í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn fyrir framan Hörpuna þar sem þeir ásamt mökum yrðu myndaðir í bak og fyrir. Stórkostleg skemmtiatriði yrðu á boðstólunum og fallegar fortíðaminningar þekktra þingmanna fastur dagskrárliður á glæsilegu sviðinu. Í stað hins gyllta Óskars gætum við haft gullhúðaða styttu af Jóni Sigurðssyni, þ.e. Jóni forseta. Þekkt andlit úr þingheimi myndu þá keppast við að lesa upp tilnefningar fyrir vel unnin störf á árinu og taka úrslit upp úr umslögum. Verðlaun yrðu afhent fyrir besta þingmann og þingkonu í aðalhlutverki, besta þingmann og þingkonu í aukahlutverki, besta frumvarpið, bestu ræðu í fullri lengd, best klædda þingmanninn, besta niðurskurðinn, mestu kaupmáttaraukninguna og besta árangur í málefnum aldraðra og einstæðra mæðra. Að sjálfsögðu yrði Forsetinn svo veittur fyrir stærsta stjórnmálasigur ársins. Kannski yrðum við í kjölfarið vör við meiri fagmennsku í aðgerðum, hegðun og ræðu stjórnmálamanna. Kannski myndu afrek stjórnmálamanna skila sér alla leið inn á heimili okkar og veita okkur ómælda gleði og fylla okkur af tilhlökkun til þess sem fram undan er. Kannski yrðum við stoltari af stjórnmálum hérlendis og kannski myndi okkur jafnvel hlakka til næsta stjórnmálaárs. Samkeppni hefur ávallt skorað á fólk að fara út fyrir þægindarammann sinn, og ná þannig meiri árangri en jafnvel það sjálft taldi raunhæft. Það eru einmitt styttur og verðlaunapeningar sem hafa fengið t.d. íþróttafólkið okkar til að ná stöðugt betri og betri árangri í íþróttum. Kannski er kominn tími að koma þingheiminum á bragðið. Gullhúðaður Jón forseti er kannski einmitt hvatinn sem vantar í stjórnmálin. Og Forsetann hlýtur.... Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er Óskarinn í baksýnisspeglinum. Allir sem stóðu sig best í kvikmyndaiðnaðinum hafa fengið sínar gullstyttur, og þeir tilnefndu og tómhentu hvatningu til að reyna að ná sér í eina slíka á nýju kvikmyndaári. Ef heldur fram sem horfir verður hinn myndarlegi Óskar orðinn Íslandsvinur innan skamms, því ljóst er að tilnefningum til íslenskra listamanna og -verka fjölgar. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningu á síðasta ári fyrir tónlist sína við myndina „The Theory of Everything“ og nú aftur fyrir tónlist við myndina „Sicario“. Við höfum áður stigið í vænginn við þennan eftirsótta Óskar. Stuttmyndin „Síðasti bærinn“ fékk tilnefningu árið 2005, Björk Guðmundsdóttir fékk tilnefningu fyrir lagið „I've Seen It All“ úr myndinni „Myrkradansarinn“ eftir Lars Von Trier árið 2000 og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn náttúrunnar“ fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin sama ár og „Nína“ keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo bíðum við spennt eftir að Baltasar Kormákur verði tilnefndur fyrir eitthvert snilldarverkið í náinni framtíð. Óskarinn er gífurlegur hvati í kvikmyndaiðnaðinum og dregur fram það besta í þeim sem taka þátt í kvikmyndagerð um heim allan. Óskarinn fær fagmenn til að setja markið hátt. Metnaðurinn skilar sér auðvitað alla leið í kvikmyndahúsin. Þar sitjum við með okkar nánustu, horfum á hvíta tjaldið og njótum stórkostlegs árangurs afreksmanna kvikmyndaheimsins - en þeir hafa lagt líf og sál í að skapa eftirminnileg listaverk sem veita okkur ómælda gleði og innsýn inn í mannlegt líf og eðli. En ef Óskarinn nær að draga fram það besta í þeim sem starfa í kvikmyndaheiminum, væri þá ekki upplagt að nýta þessa hugmynd á öðrum vettvangi? Hvernig væri t.d. að hafa árlega verðlaunaafhendingu fyrir vel unnin störf á pólitískum vettvangi? Við gætum sett á fót eins konar þingmanna-akademíu sem fylgdist með störfum þingmanna og tæki eftir afrekum þeirra. Svo myndum við leigja Hörpuna. Allir stjórnmálamenn myndu mæta í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn fyrir framan Hörpuna þar sem þeir ásamt mökum yrðu myndaðir í bak og fyrir. Stórkostleg skemmtiatriði yrðu á boðstólunum og fallegar fortíðaminningar þekktra þingmanna fastur dagskrárliður á glæsilegu sviðinu. Í stað hins gyllta Óskars gætum við haft gullhúðaða styttu af Jóni Sigurðssyni, þ.e. Jóni forseta. Þekkt andlit úr þingheimi myndu þá keppast við að lesa upp tilnefningar fyrir vel unnin störf á árinu og taka úrslit upp úr umslögum. Verðlaun yrðu afhent fyrir besta þingmann og þingkonu í aðalhlutverki, besta þingmann og þingkonu í aukahlutverki, besta frumvarpið, bestu ræðu í fullri lengd, best klædda þingmanninn, besta niðurskurðinn, mestu kaupmáttaraukninguna og besta árangur í málefnum aldraðra og einstæðra mæðra. Að sjálfsögðu yrði Forsetinn svo veittur fyrir stærsta stjórnmálasigur ársins. Kannski yrðum við í kjölfarið vör við meiri fagmennsku í aðgerðum, hegðun og ræðu stjórnmálamanna. Kannski myndu afrek stjórnmálamanna skila sér alla leið inn á heimili okkar og veita okkur ómælda gleði og fylla okkur af tilhlökkun til þess sem fram undan er. Kannski yrðum við stoltari af stjórnmálum hérlendis og kannski myndi okkur jafnvel hlakka til næsta stjórnmálaárs. Samkeppni hefur ávallt skorað á fólk að fara út fyrir þægindarammann sinn, og ná þannig meiri árangri en jafnvel það sjálft taldi raunhæft. Það eru einmitt styttur og verðlaunapeningar sem hafa fengið t.d. íþróttafólkið okkar til að ná stöðugt betri og betri árangri í íþróttum. Kannski er kominn tími að koma þingheiminum á bragðið. Gullhúðaður Jón forseti er kannski einmitt hvatinn sem vantar í stjórnmálin. Og Forsetann hlýtur.... Ívar Halldórsson
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun