
Gylltur forseti
Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningu á síðasta ári fyrir tónlist sína við myndina „The Theory of Everything“ og nú aftur fyrir tónlist við myndina „Sicario“. Við höfum áður stigið í vænginn við þennan eftirsótta Óskar. Stuttmyndin „Síðasti bærinn“ fékk tilnefningu árið 2005, Björk Guðmundsdóttir fékk tilnefningu fyrir lagið „I've Seen It All“ úr myndinni „Myrkradansarinn“ eftir Lars Von Trier árið 2000 og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn náttúrunnar“ fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin sama ár og „Nína“ keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo bíðum við spennt eftir að Baltasar Kormákur verði tilnefndur fyrir eitthvert snilldarverkið í náinni framtíð.
Óskarinn er gífurlegur hvati í kvikmyndaiðnaðinum og dregur fram það besta í þeim sem taka þátt í kvikmyndagerð um heim allan. Óskarinn fær fagmenn til að setja markið hátt. Metnaðurinn skilar sér auðvitað alla leið í kvikmyndahúsin. Þar sitjum við með okkar nánustu, horfum á hvíta tjaldið og njótum stórkostlegs árangurs afreksmanna kvikmyndaheimsins - en þeir hafa lagt líf og sál í að skapa eftirminnileg listaverk sem veita okkur ómælda gleði og innsýn inn í mannlegt líf og eðli.
En ef Óskarinn nær að draga fram það besta í þeim sem starfa í kvikmyndaheiminum, væri þá ekki upplagt að nýta þessa hugmynd á öðrum vettvangi? Hvernig væri t.d. að hafa árlega verðlaunaafhendingu fyrir vel unnin störf á pólitískum vettvangi?
Við gætum sett á fót eins konar þingmanna-akademíu sem fylgdist með störfum þingmanna og tæki eftir afrekum þeirra. Svo myndum við leigja Hörpuna. Allir stjórnmálamenn myndu mæta í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn fyrir framan Hörpuna þar sem þeir ásamt mökum yrðu myndaðir í bak og fyrir. Stórkostleg skemmtiatriði yrðu á boðstólunum og fallegar fortíðaminningar þekktra þingmanna fastur dagskrárliður á glæsilegu sviðinu.
Í stað hins gyllta Óskars gætum við haft gullhúðaða styttu af Jóni Sigurðssyni, þ.e. Jóni forseta. Þekkt andlit úr þingheimi myndu þá keppast við að lesa upp tilnefningar fyrir vel unnin störf á árinu og taka úrslit upp úr umslögum. Verðlaun yrðu afhent fyrir besta þingmann og þingkonu í aðalhlutverki, besta þingmann og þingkonu í aukahlutverki, besta frumvarpið, bestu ræðu í fullri lengd, best klædda þingmanninn, besta niðurskurðinn, mestu kaupmáttaraukninguna og besta árangur í málefnum aldraðra og einstæðra mæðra. Að sjálfsögðu yrði Forsetinn svo veittur fyrir stærsta stjórnmálasigur ársins.
Kannski yrðum við í kjölfarið vör við meiri fagmennsku í aðgerðum, hegðun og ræðu stjórnmálamanna. Kannski myndu afrek stjórnmálamanna skila sér alla leið inn á heimili okkar og veita okkur ómælda gleði og fylla okkur af tilhlökkun til þess sem fram undan er. Kannski yrðum við stoltari af stjórnmálum hérlendis og kannski myndi okkur jafnvel hlakka til næsta stjórnmálaárs.
Samkeppni hefur ávallt skorað á fólk að fara út fyrir þægindarammann sinn, og ná þannig meiri árangri en jafnvel það sjálft taldi raunhæft. Það eru einmitt styttur og verðlaunapeningar sem hafa fengið t.d. íþróttafólkið okkar til að ná stöðugt betri og betri árangri í íþróttum. Kannski er kominn tími að koma þingheiminum á bragðið.
Gullhúðaður Jón forseti er kannski einmitt hvatinn sem vantar í stjórnmálin.
Og Forsetann hlýtur....
Ívar Halldórsson
Skoðun

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“
Meyvant Þórólfsson skrifar

Hvernig er staða lesblindra á Íslandi?
Guðmundur S. Johnsen skrifar