Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val en hún kemur til liðsins frá Stjörnunni. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals.
Sandra hefur verið í hópi bestu markvarða efstu deildar um árabil og hefur leikið 11 A-landsleiki.
Sandra, sem er þrítug, hóf ferilinn hjá Þór/KA/KS. Hún lék með liðinu til ársins 2004 þegar hann gekk til liðs við Stjörnuna þar sem hún hefur leikið síðan fyrir utan stutt stopp hjá Jitex í Svíþjóð 2011.
Eftir að hafa lent í 7. sæti Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil hefur Valur blásið í herlúðra í vetur og styrkt lið sitt gríðarlega mikið.
Auk þess Söndru hafa systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur, Thelma Björk Einarsdóttir, Rúna Sif Stefánsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir samið við Val í vetur.
