Stórkostleg sýning Saint Laurent Ritstjórn skrifar 12. febrúar 2016 11:30 Glamour/getty Sýning Saint Laurent fór fram í Paladium í Hollywood í gær, og var hún vægast sagt stórglæsileg. Var ritstjórn Glamour sammála um að næstum hver einasta flík væri velkomin í fataskápinn fyrir næsta vetur. Leður, gull, pallíettur og flauel var áberandi ásamt stórum slaufum um hálsinn, breiðum mittisbeltum og ökklasíðum, víðum buxum (culottes).Síðar kápur og þykkir pelsar voru einnig áberandi. Förðunin einkenndist af litríku glimmeri, grænu, bláu og orange, í anda áttunda áratugarins. Athygli vakti að yfirhönnuður Saint Laurent, Hedi Slimane, kom fram í lok sýningar og þakkaði fyrir sig, en þar sem hann hefur aldrei gert það áður eftir sýningar sínar þótti það renna stoðum undir þá kenningu að hann hyggðist hætta hjá tískuhúsinu eftir þessa sýningu.Hedi Slimane kom og þakkaði fyrir sig í lok sýningarinnar. Glamour Tíska Mest lesið Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Kate Hudson andlit Jimmy Choo Glamour Sér eftir nektarmyndunum Glamour Hverjar eru þínar snyrtivenjur? Glamour Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour Fékk mömmu sína til að sitja fyrir Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour Jeremy Scott kærður aftur fyrir hugmyndastuld Glamour Falin perla í Listasafni Íslands við Tjörnina Glamour Sjáðu Kristen Stewart sem Coco Chanel Glamour
Sýning Saint Laurent fór fram í Paladium í Hollywood í gær, og var hún vægast sagt stórglæsileg. Var ritstjórn Glamour sammála um að næstum hver einasta flík væri velkomin í fataskápinn fyrir næsta vetur. Leður, gull, pallíettur og flauel var áberandi ásamt stórum slaufum um hálsinn, breiðum mittisbeltum og ökklasíðum, víðum buxum (culottes).Síðar kápur og þykkir pelsar voru einnig áberandi. Förðunin einkenndist af litríku glimmeri, grænu, bláu og orange, í anda áttunda áratugarins. Athygli vakti að yfirhönnuður Saint Laurent, Hedi Slimane, kom fram í lok sýningar og þakkaði fyrir sig, en þar sem hann hefur aldrei gert það áður eftir sýningar sínar þótti það renna stoðum undir þá kenningu að hann hyggðist hætta hjá tískuhúsinu eftir þessa sýningu.Hedi Slimane kom og þakkaði fyrir sig í lok sýningarinnar.
Glamour Tíska Mest lesið Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Kate Hudson andlit Jimmy Choo Glamour Sér eftir nektarmyndunum Glamour Hverjar eru þínar snyrtivenjur? Glamour Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour Fékk mömmu sína til að sitja fyrir Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour Jeremy Scott kærður aftur fyrir hugmyndastuld Glamour Falin perla í Listasafni Íslands við Tjörnina Glamour Sjáðu Kristen Stewart sem Coco Chanel Glamour