Leður, gull, pallíettur og flauel var áberandi ásamt stórum slaufum um hálsinn, breiðum mittisbeltum og ökklasíðum, víðum buxum (culottes).Síðar kápur og þykkir pelsar voru einnig áberandi.
Förðunin einkenndist af litríku glimmeri, grænu, bláu og orange, í anda áttunda áratugarins.
Athygli vakti að yfirhönnuður Saint Laurent, Hedi Slimane, kom fram í lok sýningar og þakkaði fyrir sig, en þar sem hann hefur aldrei gert það áður eftir sýningar sínar þótti það renna stoðum undir þá kenningu að hann hyggðist hætta hjá tískuhúsinu eftir þessa sýningu.







