Tveir af síðustu þáttum sjónvarpsþáttaseríunnar Ófærðar verða sýndir sama kvöldið í Sjónvarpinu, sunnudaginn 21. febrúar næstkomandi, og verður þá opinberað hver morðinginn er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem framleiðir þættina, RVK Studios.
Verður næst síðasti þátturinn sýndur fyrst á þessu sunnudagskvöldi og svo tíundi og síðasti þátturinn þar á eftir.
Segir framleiðslufyrirtækið að þannig verði afhjúpunin á því hver hefur framið hin skelfilegu morð í smábænum stytt um viku.
