Leyndarmálið um velgengni? Ragnheiður Aradóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Markþjálfun hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi. Upphaflega var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en er nú einnig nýtt á flestum sviðum samfélagsins. Markþjálfun hefur fyrir margt löngu sannað sig erlendis og dæmi eru um að leiðandi stórfyrirtæki í heiminum nýti markþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Aðferðafræðin byggir á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr (viðskiptavininn) markþegann. Hlutverk markþjálfans er að bera hag markþegans fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Fullur trúnaður ríkir alltaf á milli markþjálfa og markþega sem er lykillinn að því að markþeginn getur rætt hvaðeina sem honum býr í brjósti. Markþjálfunin er ekki sálfræðileg ráðgjöf og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Hún miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi. Þau eru; kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Oftast má því skipta markþjálfun í „transactional“” markþjálfun eða verkefnatengda markþjálfun og hinsvegar „transformationa“ markþjálfun eða umbreytingarmarkþjálfun sem miðar að þróun og breytingu á einstaklingnum sjálfum. Umbreyting frá því hver þú ert í hver þú gætir orðið. Oft fer þetta tvennt saman. Kannski mætti segja að markþjálfun sé því leyndarmálið að velgengni! Félag markþjálfa á Íslandi hefur stækkað ört undanfarin misseri enda hefur markþjálfum á Íslandi fjölgað mikið og námið nú kennt í þremur skólum hérlendis. Félagið sem fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu, heldur nú í fjórða skipti Markþjálfadaginn sem er ráðstefna um markþjálfun og hefur dagurinn jafnframt stækkað mikið og verður í ár haldinn þann 17. febrúar á Hilton hótelinu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Markþjálfun hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi. Upphaflega var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en er nú einnig nýtt á flestum sviðum samfélagsins. Markþjálfun hefur fyrir margt löngu sannað sig erlendis og dæmi eru um að leiðandi stórfyrirtæki í heiminum nýti markþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Aðferðafræðin byggir á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr (viðskiptavininn) markþegann. Hlutverk markþjálfans er að bera hag markþegans fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Fullur trúnaður ríkir alltaf á milli markþjálfa og markþega sem er lykillinn að því að markþeginn getur rætt hvaðeina sem honum býr í brjósti. Markþjálfunin er ekki sálfræðileg ráðgjöf og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Hún miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi. Þau eru; kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Oftast má því skipta markþjálfun í „transactional“” markþjálfun eða verkefnatengda markþjálfun og hinsvegar „transformationa“ markþjálfun eða umbreytingarmarkþjálfun sem miðar að þróun og breytingu á einstaklingnum sjálfum. Umbreyting frá því hver þú ert í hver þú gætir orðið. Oft fer þetta tvennt saman. Kannski mætti segja að markþjálfun sé því leyndarmálið að velgengni! Félag markþjálfa á Íslandi hefur stækkað ört undanfarin misseri enda hefur markþjálfum á Íslandi fjölgað mikið og námið nú kennt í þremur skólum hérlendis. Félagið sem fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu, heldur nú í fjórða skipti Markþjálfadaginn sem er ráðstefna um markþjálfun og hefur dagurinn jafnframt stækkað mikið og verður í ár haldinn þann 17. febrúar á Hilton hótelinu í Reykjavík.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun