Í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2 er fjallað nánar um vísbendingar um að landnám Íslands sé eldra en almennt sé viðurkennt.

Páll Theodórsson eðlisfræðingur fer fremstur í flokki þeirra sem andmæla ríkjandi söguskoðun um þessar mundir en hann stundar eigin rannsóknir á upphafi landnáms. Þannig telur Páll aldursgreiningar fornleifa sýna að fyrsti bóndinn í Reykjavík hafi verið kominn 150 árum á undan Ingólfi.
Þegar eru komnar fram ótvíræðar sannanir um mannvist í Reykjavík fyrir árið 870, sem er veggjarhleðsla undir svokölluðu landnámsöskulagi. Í þættinum verður jafnframt greint er frá spennandi fornleifarannsóknum á Reykjanesi, í Skagafirði, Vestmannaeyjum og fleiri stöðum sem gefa vísbendingar um hvenær landnám hófst.
