Gagnrýnir hversu fáum fjölbýlishúsalóðum var úthlutað í Reykjavík á seinasta ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. febrúar 2016 19:41 Flestum loðum var úthlutað í Úlfarsárdal. Guðfinna Jóhanna segir þörf á fleiri lóðum fyrir fjölbýlishús. vísir 45 íbúðalóðum fyrir 97 íbúðir var úthlutað í Reykjavík árið 2015. Langstærstur hluti lóðanna var í Úlfarsárdal og fór meiri en helmingur úthlutanna fram í nóvember og desember 2015. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, furðar sig á því að engri fjölbýlishúsalóð hafi verið úthlutað með fleiri en fimm íbúðum á síðasta ári. „Við vitum að það vantar lóðir, það vantar fjölbýlishús, það vantar minni íbúðir. Það er til að mynda mikill fjöldi af ungu fólki sem er á almenna leigumarkaðnum sem er að borga langt umfram greiðslugetu sem hefur ekki efni á því að kaupa húsnæði sjálft og það skiptir miklu máli að það séu byggðar slíkar íbúðir,“ segir Guðfinna í samtali við fréttastofu. Að hennar mati felst lausnin á húsnæðisvandanum í Reykjavík meðal annars í því að úthluta lóðum til svokallaðra „non-profit“-félaga sem gætu þá bæði byggt búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir fyrir ungt fólk sem á í erfiðleikum með að kaupa sér húsnæði. „Málið er það að þær lóðir sem verið er að byggja á í dag eru flestar í höndum verktaka eða banka og þessir aðilar eru auðvitað ekkert að byggja ódýrar íbúðir til sölu eða leigu. Því skiptir miklu máli að borgin sem á að sjá um að úthluta lóðum sé með lóðir til þess að úthluta. Þetta eru aðallega einbýlishúsalóðir og parhús-og raðhúsalóðir í Úlfarsárdalnum á síðasta ári fyrir utan örfáar lóðir í öðrum póstnúmerum þannig að ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann þá verður borgin að geta úthlutað fjölbýlishúsalóðum,“ segir Guðfinna. Tengdar fréttir Allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fara í leigu ASÍ segir mikinn vanda blasa við húsnæðismarkaðinum. 15. desember 2015 14:41 Spá 30 prósent hækkun á íbúðaverði fram til 2018 Hlutfall heimila á leigumarkaði heldur áfram að lækka. 9. desember 2015 13:11 Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12 Fólk með lágar tekjur líklegra til að búa í leiguhúsnæði 7,9 prósent 25-34 ára bjuggu í skuldlausu eigin húsnæði árið 2014. 9. nóvember 2015 11:03 GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. 28. október 2015 10:30 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Ábati af Samgöngusáttmálanum sé 1.100 milljarðar næstu fimmtíu ár Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Sjá meira
45 íbúðalóðum fyrir 97 íbúðir var úthlutað í Reykjavík árið 2015. Langstærstur hluti lóðanna var í Úlfarsárdal og fór meiri en helmingur úthlutanna fram í nóvember og desember 2015. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, furðar sig á því að engri fjölbýlishúsalóð hafi verið úthlutað með fleiri en fimm íbúðum á síðasta ári. „Við vitum að það vantar lóðir, það vantar fjölbýlishús, það vantar minni íbúðir. Það er til að mynda mikill fjöldi af ungu fólki sem er á almenna leigumarkaðnum sem er að borga langt umfram greiðslugetu sem hefur ekki efni á því að kaupa húsnæði sjálft og það skiptir miklu máli að það séu byggðar slíkar íbúðir,“ segir Guðfinna í samtali við fréttastofu. Að hennar mati felst lausnin á húsnæðisvandanum í Reykjavík meðal annars í því að úthluta lóðum til svokallaðra „non-profit“-félaga sem gætu þá bæði byggt búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir fyrir ungt fólk sem á í erfiðleikum með að kaupa sér húsnæði. „Málið er það að þær lóðir sem verið er að byggja á í dag eru flestar í höndum verktaka eða banka og þessir aðilar eru auðvitað ekkert að byggja ódýrar íbúðir til sölu eða leigu. Því skiptir miklu máli að borgin sem á að sjá um að úthluta lóðum sé með lóðir til þess að úthluta. Þetta eru aðallega einbýlishúsalóðir og parhús-og raðhúsalóðir í Úlfarsárdalnum á síðasta ári fyrir utan örfáar lóðir í öðrum póstnúmerum þannig að ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann þá verður borgin að geta úthlutað fjölbýlishúsalóðum,“ segir Guðfinna.
Tengdar fréttir Allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fara í leigu ASÍ segir mikinn vanda blasa við húsnæðismarkaðinum. 15. desember 2015 14:41 Spá 30 prósent hækkun á íbúðaverði fram til 2018 Hlutfall heimila á leigumarkaði heldur áfram að lækka. 9. desember 2015 13:11 Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12 Fólk með lágar tekjur líklegra til að búa í leiguhúsnæði 7,9 prósent 25-34 ára bjuggu í skuldlausu eigin húsnæði árið 2014. 9. nóvember 2015 11:03 GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. 28. október 2015 10:30 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Ábati af Samgöngusáttmálanum sé 1.100 milljarðar næstu fimmtíu ár Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Sjá meira
Allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fara í leigu ASÍ segir mikinn vanda blasa við húsnæðismarkaðinum. 15. desember 2015 14:41
Spá 30 prósent hækkun á íbúðaverði fram til 2018 Hlutfall heimila á leigumarkaði heldur áfram að lækka. 9. desember 2015 13:11
Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12
Fólk með lágar tekjur líklegra til að búa í leiguhúsnæði 7,9 prósent 25-34 ára bjuggu í skuldlausu eigin húsnæði árið 2014. 9. nóvember 2015 11:03
GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. 28. október 2015 10:30