Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2016 13:40 Úr Reynisfjöru. mynd/jakob guðjohnsen „Náttúran hefur spilað stóran þátt í að breyta svæðinu. Fjaran hefur gefið eftir af ágangi sjávar og sjórinn gengur hærra upp en áður. Þar sem áður var óhætt er fólk nú í stórhættu,“ segir Jakob Guðjohnsen vettvangsstjóri hjá Superjeep.is í samtali við Vísi en ferðaþjónustufyrirtækið hefur ákveðið að taka Reynisfjöru út sem áfangastað hjá sér. Reynisfjara hefur verið í fréttum að undanförnu en fólk hefur ítrekað komist í hann krappan í fjörunni. Tvö banaslys hafa orðið í fjörunni á undanförnum tíu árum en árið 2007 lést bandarísk kona þar eftir að alda hrifsaði hana út með sér og í vikunni fórst fertugur maður frá Kína á sama hátt. Lögreglumenn standa vaktina í fjörunni næstu daga til að tryggja öryggi ferðamanna. „Þetta hefur verið endastöðin á suðurstrandartúrnum okkar. Við höfum keyrt þangað, snúið við og farið aftur í bæinn. Þetta er fallegur staður og margt að sjá þarna. Stuðlarnir eru tilkomumiklir og fjaran sem slík er frábær. Hún er klárlega staður sem maður vill fara með ferðamenn á en eins og staðan er núna þá er það ekki boðlegt,“ segir Jakob. Sem dæmi um stað sem gjörbreyst hefur að undanförnu nefnir hann hellinn þar sem lokasenan í kvikmyndinni Noah var tekin upp. Ekki sé langt síðan þar var algerlega óhætt að vera en nú þarf fólk að hafa varann á ætli það sé þangað inn. Jakob segir að með þessu sé fyrirtækið ekki að hnýta í aðra leiðsögumenn eða fólk sem fer þangað sjálft. „Það er vel hægt að fara þangað en þá þarf að bæta aðstöðuna. Það er eitt skilti þarna sem fæstir sjá sökum ríkjandi vindáttar líklega,“ segir Jakob. „Þarna ættu að vera fleiri skilti, betri merkingar þannig að fólk viti hvað það sé að fara út í og hvað beri að varast.“ „Það er svo ótrúlegt hvernig kerfið virkar. Fólk getur látist í umföngum án þess að nokkuð sé að gert en svo loksins þegar maður hagar viðskiptum sínum öðruvísi þá loksins áttar einhver sig á því hvað þarf að gera,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
„Náttúran hefur spilað stóran þátt í að breyta svæðinu. Fjaran hefur gefið eftir af ágangi sjávar og sjórinn gengur hærra upp en áður. Þar sem áður var óhætt er fólk nú í stórhættu,“ segir Jakob Guðjohnsen vettvangsstjóri hjá Superjeep.is í samtali við Vísi en ferðaþjónustufyrirtækið hefur ákveðið að taka Reynisfjöru út sem áfangastað hjá sér. Reynisfjara hefur verið í fréttum að undanförnu en fólk hefur ítrekað komist í hann krappan í fjörunni. Tvö banaslys hafa orðið í fjörunni á undanförnum tíu árum en árið 2007 lést bandarísk kona þar eftir að alda hrifsaði hana út með sér og í vikunni fórst fertugur maður frá Kína á sama hátt. Lögreglumenn standa vaktina í fjörunni næstu daga til að tryggja öryggi ferðamanna. „Þetta hefur verið endastöðin á suðurstrandartúrnum okkar. Við höfum keyrt þangað, snúið við og farið aftur í bæinn. Þetta er fallegur staður og margt að sjá þarna. Stuðlarnir eru tilkomumiklir og fjaran sem slík er frábær. Hún er klárlega staður sem maður vill fara með ferðamenn á en eins og staðan er núna þá er það ekki boðlegt,“ segir Jakob. Sem dæmi um stað sem gjörbreyst hefur að undanförnu nefnir hann hellinn þar sem lokasenan í kvikmyndinni Noah var tekin upp. Ekki sé langt síðan þar var algerlega óhætt að vera en nú þarf fólk að hafa varann á ætli það sé þangað inn. Jakob segir að með þessu sé fyrirtækið ekki að hnýta í aðra leiðsögumenn eða fólk sem fer þangað sjálft. „Það er vel hægt að fara þangað en þá þarf að bæta aðstöðuna. Það er eitt skilti þarna sem fæstir sjá sökum ríkjandi vindáttar líklega,“ segir Jakob. „Þarna ættu að vera fleiri skilti, betri merkingar þannig að fólk viti hvað það sé að fara út í og hvað beri að varast.“ „Það er svo ótrúlegt hvernig kerfið virkar. Fólk getur látist í umföngum án þess að nokkuð sé að gert en svo loksins þegar maður hagar viðskiptum sínum öðruvísi þá loksins áttar einhver sig á því hvað þarf að gera,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58
Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu