Fótbolti

Juventus skellti sér á toppinn eftir dramatískar lokamínútur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr  leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Juventus og Napoli mættust í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum.

Leikurninn fór fram á heimavelli Juve og það fyrir framan 38.000 manns. Þeir fengu í raun ekki mikið fyrir peninginn og náði leikurinn aldrei neinu flugi. 

Það stefndi allt í markalaust jafntefli en Simone Zaza, leikmaður Juventus, var ekki á því máli. Rétt fyrir lok leiksins náði hann að koma boltanum í netið og tryggja Juventus risastór þrjú stig. 

Fyrir leikinn var Napoli í efsta sætinu en með sigri Juve er liðið komið á toppinn í ítölsku seríu A-deildinni með 57 stig, einu stigi meira en Napoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×