Fyrstu hugmyndir Stjórnstöðvar ferðamála kynntar á vormánuðum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 19:30 Tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands í gegnum Keflavíkurflugvöll á síðasta ári sem er um þrjátíu prósenta fjölgun frá árinu áður. Stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndir nýstofnaðrar Stjórnstöðvar ferðamála í vor. Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30% átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október, tæp 50 prósent. Flestir eru ferðamennirnir eru tíu mismunandi þjóðernum; Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 38,3 prósent af heildarfjölda ferðamanna. Þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi og Frakklandi. En aukin fjöldi ferðamanna kallar á aðgerðir stjórnvalda. Stjórnstöð ferðamála var komið á fót í nóvember á síðasta ári og mun starfa til ársins 2020. Sem stendur er Hörður Þórhallsson eini fastráðni starfsmaður stjórnstöðvarinnar en til stendur að stækka starfsemina. „Stjórnstöðin vinnur eftir vegvísi í ferðaþjónustu sem var kynnt núna á haustmánuðum og er í rauninni Biblía stjórnstöðvar. Þar er talað um sjö áhersluþætti og margir þeirra koma inn á nákvæmlega þennan aukna fjölda ferðamanna,“ segir Hörður. Ljóst er að Stjórnstöð ferðamála stendur frammi fyrir stóru verkefni en stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndirnar vormánuðunum. „Nú er það þannig að það er kannski erfitt að fara í einhverjar drastískar aðgerðir hvað varðar stýringu ferðamanna á þessu ári, en það er um að gera að fara að vinna í þeim áætlunum. Við skulum hafa það í huga að það eru til þjóðgarðar víða um heim sem eru að flatarmáli miklu minni en Ísland þar sem eru miklu fleiri ferðamenn. Þannig ég held að þetta gangi svolítið mikið út á það hvernig við stjórnum umferð ferðamanna á landinu,“ segir Hörður Þórhalsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25 Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands í gegnum Keflavíkurflugvöll á síðasta ári sem er um þrjátíu prósenta fjölgun frá árinu áður. Stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndir nýstofnaðrar Stjórnstöðvar ferðamála í vor. Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30% átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október, tæp 50 prósent. Flestir eru ferðamennirnir eru tíu mismunandi þjóðernum; Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 38,3 prósent af heildarfjölda ferðamanna. Þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi og Frakklandi. En aukin fjöldi ferðamanna kallar á aðgerðir stjórnvalda. Stjórnstöð ferðamála var komið á fót í nóvember á síðasta ári og mun starfa til ársins 2020. Sem stendur er Hörður Þórhallsson eini fastráðni starfsmaður stjórnstöðvarinnar en til stendur að stækka starfsemina. „Stjórnstöðin vinnur eftir vegvísi í ferðaþjónustu sem var kynnt núna á haustmánuðum og er í rauninni Biblía stjórnstöðvar. Þar er talað um sjö áhersluþætti og margir þeirra koma inn á nákvæmlega þennan aukna fjölda ferðamanna,“ segir Hörður. Ljóst er að Stjórnstöð ferðamála stendur frammi fyrir stóru verkefni en stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndirnar vormánuðunum. „Nú er það þannig að það er kannski erfitt að fara í einhverjar drastískar aðgerðir hvað varðar stýringu ferðamanna á þessu ári, en það er um að gera að fara að vinna í þeim áætlunum. Við skulum hafa það í huga að það eru til þjóðgarðar víða um heim sem eru að flatarmáli miklu minni en Ísland þar sem eru miklu fleiri ferðamenn. Þannig ég held að þetta gangi svolítið mikið út á það hvernig við stjórnum umferð ferðamanna á landinu,“ segir Hörður Þórhalsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25 Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53
Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25
Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53
Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00
Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30