Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Svavar Hávarðsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Úr Reynisfjöru. mynd/jakob guðjohnsen „Það verður að hvetja til þess að unnið sé hratt. Það er ljóst að fjölgun ferðamanna er meiri en nokkur gerði ráð fyrir. Þetta er risastórt verkefni sem margir þurfa að koma að,“ segir Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi, en ofan í mikla umræðu í samfélaginu um öryggismál ferðamanna, í tengslum við dauðaslys í Reynisfjöru, staðfesti Ferðamálastofa í gær að fjölgun erlendra ferðamanna milli áranna 2014 og 2015 var tæp 30 prósent. Víðir, sem um árabil gegndi starfi deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir málið ekki snúast um viðbrögð á einum tilteknum stað í kjölfar slyss eins og í Reynisfjöru. Þörfin nái til landsins alls – vissulega verði að huga að öryggismálum og aðgengi á ferðamannastöðum sérstaklega, en undir sé öll löggæslan í landinu, uppbygging samgöngumannvirkja, fjarskipti, regluverkið þurfi að gaumgæfa og jafnframt komi þetta inn á svið heilbrigðisþjónustunnar, og tekur dæmi. „Það er fjölmargt sem við þurfum að gera. Við þurfum að drífa okkur, en við þurfum líka að vanda okkur,“ segir Víðir. „Þeir sem nú fjárfesta í ferðaþjónustu hljóta að hafa miklar áhyggjur af neikvæðum áhrifum umræðu um slysahættu á Íslandi. Það verður að nálgast þetta heildstætt, og ég finn fyrir vilja stjórnvalda til þess,“ segir Víðir og tekur undir að aðgerðir til bóta vísi allar á mikil fjárútlát, svo skiptir tugum milljarða. Hins vegar verði stjórnvöld að vinna eftir tillögum sem byggjast á nákvæmri greiningarvinnu, og bendir á að innanríkisráðherra hóf vinnu í samvinnu fjölmargra aðila í ágúst í fyrra sem miðar að því að auka öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila hér á landi. Tölur Ferðamálastofu sýna að tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári, miðað við 970 þúsund ferðamenn árið áður. Ferðamönnum í janúar fjölgaði um tæp 24 prósent milli ára. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
„Það verður að hvetja til þess að unnið sé hratt. Það er ljóst að fjölgun ferðamanna er meiri en nokkur gerði ráð fyrir. Þetta er risastórt verkefni sem margir þurfa að koma að,“ segir Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi, en ofan í mikla umræðu í samfélaginu um öryggismál ferðamanna, í tengslum við dauðaslys í Reynisfjöru, staðfesti Ferðamálastofa í gær að fjölgun erlendra ferðamanna milli áranna 2014 og 2015 var tæp 30 prósent. Víðir, sem um árabil gegndi starfi deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir málið ekki snúast um viðbrögð á einum tilteknum stað í kjölfar slyss eins og í Reynisfjöru. Þörfin nái til landsins alls – vissulega verði að huga að öryggismálum og aðgengi á ferðamannastöðum sérstaklega, en undir sé öll löggæslan í landinu, uppbygging samgöngumannvirkja, fjarskipti, regluverkið þurfi að gaumgæfa og jafnframt komi þetta inn á svið heilbrigðisþjónustunnar, og tekur dæmi. „Það er fjölmargt sem við þurfum að gera. Við þurfum að drífa okkur, en við þurfum líka að vanda okkur,“ segir Víðir. „Þeir sem nú fjárfesta í ferðaþjónustu hljóta að hafa miklar áhyggjur af neikvæðum áhrifum umræðu um slysahættu á Íslandi. Það verður að nálgast þetta heildstætt, og ég finn fyrir vilja stjórnvalda til þess,“ segir Víðir og tekur undir að aðgerðir til bóta vísi allar á mikil fjárútlát, svo skiptir tugum milljarða. Hins vegar verði stjórnvöld að vinna eftir tillögum sem byggjast á nákvæmri greiningarvinnu, og bendir á að innanríkisráðherra hóf vinnu í samvinnu fjölmargra aðila í ágúst í fyrra sem miðar að því að auka öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila hér á landi. Tölur Ferðamálastofu sýna að tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári, miðað við 970 þúsund ferðamenn árið áður. Ferðamönnum í janúar fjölgaði um tæp 24 prósent milli ára.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira