Wayne Rooney mun ekki spila með Manchester United næstu tvo mánuðina þar sem hann er með sködduð liðbönd í hné.
The Times greinir frá þessu í dag en samkvæmt fréttinni er enn óljóst hvernig Rooney meiddist. Hann spilaði allan leikinn með Manchester United í tapleiknum gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Sjá einnig: Rooney ekki með til Danmerkur
Rooney var seinn í gang á yfirstandandi tímabili en hefur skorað fimm mörk í síðustu sjö deildarleikjum sínum með United og lagt upp þrjú til viðbótar.
Þetta gæti líka verið áhyggjuefni fyrir Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands, vegna EM í sumar en búist er við því að Louis van Gaal, stjóri United, muni varpa skýrara ljósi á stöðu mála á blaðamannafundi síðar í dag.
