Liverpool og Augsburg skildu jöfn, markalaus, í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hér má sjá úrslitin í öllum leikjum kvöldsins.
Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn nokkuð fjörugur en bæði lið fengu færi til að skora. Augsburg skaut til dæmis í stöngina undir lok leiks en báðir markverðir gerðu nokkrum sinnum ágætlega.
Liverpool er í fínni stöðu fyrir heimaleikinn og þarf bara sigur á Anfield til að komast áfram í 16 liða úrslitin.
Alfreð Finnbogason mátti ekki spila með Augsburg í kvöld þar sem hann spilaði með Olympiacos í Meistardeildinni, en gríska liðið er einnig í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
