Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 1. febrúar 2016 18:02 Starfsemi hönnunarhússins Kraum hefur verið til húsa við Aðalstræti 10 frá árinu 2007. Vísir/Ernir Starfsemi hönnunarhússins Kraum, sem frá árinu 2007 hefur verið til húsa í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti 10, flytur sig um sess með vorinu. Framkvæmdastjóra Kraums og Minjaverndar, sem leigir út húsnæðið, greinir á um hvers vegna versluninni hefur verið gert að yfirgefa húsið.Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirAnna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums, segir Minjavernd hafa hækkað leiguna það mikið að verslunin sjái sér ekki fært að starfa í slíku rekstrarumhverfi. Til standi að halda starfsemi Kraums áfram á nýjum stað. „Við fengum bara að vita af þessu í síðustu viku,“ segir Anna. „Við erum mjög leið yfir þessu því við höfum verið fulltrúar elsta húss Reykjavíkur, sagt sögu þess og í raun sett starfsemi okkar í anda gamla hússins.“Leit hafin að nýju húsnæði Húsið sem um ræðir var reist árið 1762 af Skúla Magnússyni, landfógeta Íslands á 18. öld, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Þá átti Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar sjálfstæðisbaráttumanns, húsið um hríð. „Þarna höfum við hýst í kringum tvö hundruð íslenska hönnuði og haft það orð á okkur að vera það umhverfi sem íslenskir hönnuðir kjósa,“ segir Anna. „Nú verðum við að taka aðra stefnu og við verðum bara að taka þeirri áskorun, þótt við séum leið yfir því.“ Kraum yfirgefur húsið í vor og er leit þegar hafin að nýju húsnæði, sem Anna segir ekki beint liggja á lausu. Versluninni stendur þó að hennar sögn til boða húsnæði við Hverfisgötu þar sem Icelandair hyggst opna hótel í maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, og Þröstur Ólafsson, þáverandi formaður Minjaverndar, eftir uppbyggingu hússins árið 2007.Vísir/GVASamvinnan ekki kvödd „af því bara“ Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, vill takmarkað tjá sig um málið og segir ekki hefð fyrir því hjá stofnuninni að greina opinberlega frá samskiptum sínum við leigutaka. Hann neitar því þó að verið sé að hækka leiguna. „Það er allavega ekki búið að leigja neinum öðrum þetta hús,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er það satt að þessi góði rekstraraðili verður þarna ekki mikið lengur.“ Þorsteinn segir stofnunina ekki rifta leigusamningum að ástæðulausu, og það eigi ekki við í þessu tilviki. Húsið verði auglýst til leigu seinna í vikunni og það komi síðar í ljós hvaða starfsemi taki við af Kraum.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.Vísir/GVA„Þetta er aldrei með gleði gert og allra síst þarna,“ segir hann. „Okkur hefur þótt yfirbragð þessa rekstrar sem Kraum hefur haft í þessu góða húsi verið hið besta. Kraum var nú meira og minna stofnað fyrir okkar tilverknað, með sérstökum stuðningi Minjaverndar. Þannig að það er nú aldrei „af því bara“ sem menn kveðja slíka samvinnu.“ Anna María segist helst óttast það að svokölluð „Lundabúð“ verði rekin í húsnæðinu, sem hún segir að væri „skandall.“ „Við höfum skapað okkur sess í íslenskri hönnunarsögu á þessum stað,“ segir hún. „Ég veit að við eigum sess í hjarta mjög margra.“ Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Starfsemi hönnunarhússins Kraum, sem frá árinu 2007 hefur verið til húsa í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti 10, flytur sig um sess með vorinu. Framkvæmdastjóra Kraums og Minjaverndar, sem leigir út húsnæðið, greinir á um hvers vegna versluninni hefur verið gert að yfirgefa húsið.Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirAnna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums, segir Minjavernd hafa hækkað leiguna það mikið að verslunin sjái sér ekki fært að starfa í slíku rekstrarumhverfi. Til standi að halda starfsemi Kraums áfram á nýjum stað. „Við fengum bara að vita af þessu í síðustu viku,“ segir Anna. „Við erum mjög leið yfir þessu því við höfum verið fulltrúar elsta húss Reykjavíkur, sagt sögu þess og í raun sett starfsemi okkar í anda gamla hússins.“Leit hafin að nýju húsnæði Húsið sem um ræðir var reist árið 1762 af Skúla Magnússyni, landfógeta Íslands á 18. öld, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Þá átti Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar sjálfstæðisbaráttumanns, húsið um hríð. „Þarna höfum við hýst í kringum tvö hundruð íslenska hönnuði og haft það orð á okkur að vera það umhverfi sem íslenskir hönnuðir kjósa,“ segir Anna. „Nú verðum við að taka aðra stefnu og við verðum bara að taka þeirri áskorun, þótt við séum leið yfir því.“ Kraum yfirgefur húsið í vor og er leit þegar hafin að nýju húsnæði, sem Anna segir ekki beint liggja á lausu. Versluninni stendur þó að hennar sögn til boða húsnæði við Hverfisgötu þar sem Icelandair hyggst opna hótel í maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, og Þröstur Ólafsson, þáverandi formaður Minjaverndar, eftir uppbyggingu hússins árið 2007.Vísir/GVASamvinnan ekki kvödd „af því bara“ Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, vill takmarkað tjá sig um málið og segir ekki hefð fyrir því hjá stofnuninni að greina opinberlega frá samskiptum sínum við leigutaka. Hann neitar því þó að verið sé að hækka leiguna. „Það er allavega ekki búið að leigja neinum öðrum þetta hús,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er það satt að þessi góði rekstraraðili verður þarna ekki mikið lengur.“ Þorsteinn segir stofnunina ekki rifta leigusamningum að ástæðulausu, og það eigi ekki við í þessu tilviki. Húsið verði auglýst til leigu seinna í vikunni og það komi síðar í ljós hvaða starfsemi taki við af Kraum.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.Vísir/GVA„Þetta er aldrei með gleði gert og allra síst þarna,“ segir hann. „Okkur hefur þótt yfirbragð þessa rekstrar sem Kraum hefur haft í þessu góða húsi verið hið besta. Kraum var nú meira og minna stofnað fyrir okkar tilverknað, með sérstökum stuðningi Minjaverndar. Þannig að það er nú aldrei „af því bara“ sem menn kveðja slíka samvinnu.“ Anna María segist helst óttast það að svokölluð „Lundabúð“ verði rekin í húsnæðinu, sem hún segir að væri „skandall.“ „Við höfum skapað okkur sess í íslenskri hönnunarsögu á þessum stað,“ segir hún. „Ég veit að við eigum sess í hjarta mjög margra.“
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira