Mótmæla fundi manns sem hvetur karlmenn til nauðgana Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Brynhildur Yrsa hefur ásamt fleirum efnt til mótmæla á laugardag gegn skipulögðum fundi manns sem hvetur til nauðgana. vísir/ernir Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kynferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukkan átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, www.rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldislausar aðgerðir - meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hallgrímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarásinni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðgun. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátar „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær.“ Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hótunum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46,000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kynferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukkan átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, www.rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldislausar aðgerðir - meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hallgrímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarásinni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðgun. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátar „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær.“ Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hótunum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46,000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu