Landslagið tilbúningur einn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 16:17 Þau Steindór Grétar Jónsson og Salóme R. Gunnarsdóttir skipa hljómsveitina Pocket Disco. Mynd/HörðurSveinsson Hin nýstofnaða hljómsveit Pocket Disco gaf á dögunum út sitt fyrsta lag og myndband en hljómsveitin er skipuð þeim Steindóri Grétari Jónssyni og Salóme R. Gunnarsdóttur. „Mig langaði að gera tónlist undir áhrifum gamallar ítalskrar diskótónlistar. Margrét Erla Maack vinkona mín benti mér á að tala við Salóme, hún hefði þessa dívu-eiginleika sem einkenndu diskóið. En svo þegar við fórum að vinna saman þróaðist tónlistin frekar mikið úr þeirri átt yfir í nútímalegri hljóðheim," segir Steindór Grétar um tilurð samstarfsins og hljómsveitarinnar. Lagið ber nafnið Rock & Roll. Steindór Grétar segir þau hafa fengið talsvert margar fyrirspurnir um hvar á landinu myndbandið hafi verið tekið upp en sannleikurinn er sá að landslagið er tilbúningur einn. Við gerð þess var notast við green screen og grjót úr nágrenni náttúruperlunnar Bláa lónsins notað til þess að skapa landslagið. Við gerð þess var einnig notast við hlaupabretti sem fengið var að láni úr kraftlyftingastöðinni Steve Gym. Næsta lag og myndband Pocket Disco er væntanlegt eftir rúman mánuð og verður myndbandinu leikstýrt af Atla Bollasyni. Um hljóðhönnun, upptöku, hljóðblöndun og masteringu sá Viktor Orri Árnason. Pétur Blöndal Magnason aðstoðaði við tónsmíðar. Leikstjóri og listrænn stjórnandi myndbandsins er Emil Ásgrímsson. Tónlist Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hin nýstofnaða hljómsveit Pocket Disco gaf á dögunum út sitt fyrsta lag og myndband en hljómsveitin er skipuð þeim Steindóri Grétari Jónssyni og Salóme R. Gunnarsdóttur. „Mig langaði að gera tónlist undir áhrifum gamallar ítalskrar diskótónlistar. Margrét Erla Maack vinkona mín benti mér á að tala við Salóme, hún hefði þessa dívu-eiginleika sem einkenndu diskóið. En svo þegar við fórum að vinna saman þróaðist tónlistin frekar mikið úr þeirri átt yfir í nútímalegri hljóðheim," segir Steindór Grétar um tilurð samstarfsins og hljómsveitarinnar. Lagið ber nafnið Rock & Roll. Steindór Grétar segir þau hafa fengið talsvert margar fyrirspurnir um hvar á landinu myndbandið hafi verið tekið upp en sannleikurinn er sá að landslagið er tilbúningur einn. Við gerð þess var notast við green screen og grjót úr nágrenni náttúruperlunnar Bláa lónsins notað til þess að skapa landslagið. Við gerð þess var einnig notast við hlaupabretti sem fengið var að láni úr kraftlyftingastöðinni Steve Gym. Næsta lag og myndband Pocket Disco er væntanlegt eftir rúman mánuð og verður myndbandinu leikstýrt af Atla Bollasyni. Um hljóðhönnun, upptöku, hljóðblöndun og masteringu sá Viktor Orri Árnason. Pétur Blöndal Magnason aðstoðaði við tónsmíðar. Leikstjóri og listrænn stjórnandi myndbandsins er Emil Ásgrímsson.
Tónlist Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira