Frávísunarkröfu Bill Cosby hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. febrúar 2016 23:43 Cosby skömmu eftir að dómarinn hvað upp úrskurð sinn. vísir/getty Dómari í Norristown í Pennsilvaníu hefur hafnað kröfu Bill Cosby þess efnis að fella skuli sakamál á hendur honum niður. Cosby er grunaður um að hafa byrlað Andreu Constand ólyfjan og að hafa síðar misnotað hana á heimili sínu í úthverfi Philadelphia árið 2004. Verði hann sakfelldur getur hann átt von á allt að tíu ára fangelsi. Þetta kemur fram á vef AP. Frávísunarkrafa Cosby byggði á því að árið 2005 hefði sama mál verið fellt niður af þáverandi saksóknara sýslunnar þar sem sönnunargögn þóttu ekki fullnægjandi. Málið var tekið fyrir að nýju eftir að vitnisburður Constand, úr einkamáli sem hún höfðaði gegn Cosby, var gerður opinber í kjölfar þess að tugir kvenna stigu fram og lýstu ofbeldi Cosby gegn sér. Meðal vitna varnarinnar var saksóknarinn sem felldi málið niður árið 2005, Bruce Castor. Castor sagði meðal annars að hann teldi að ekki ætti að saksækja Cosby þar sem málið hefði verið fellt niður. „Þetta mál ætti að vera stöðvað hið snarasta. Það var gerður samningur sem ber að halda,“ sagði Castor meðal annars. Kevin Steele, núverandi saksóknari, sagði hins vegar að ekkert slíkt samkomulag væri að finna í gögnum málsins. Hann sagði einnig að slík samkomulög væru oft gerð þegar sakborningur væri auðugur og þyrfti að komast undan réttlætinu. Ekki var hægt að kalla þáverandi verjanda Cosby sem vitni þar sem hann er dáinn. Mál Constand gegn Cosby er hið eina sem sjónvarpsstjarnan hefur verið ákærð fyrir. Dómarinn sagði að það væri ólíklegt að áþekkt mál væri til þar sem grunaður maður, sem aldrei hlaut ákæru, hafi fengið loforð um að verða aldrei sóttur til saka. Hann hafnaði málflutningi varnarinnar og sagði að málið myndi halda áfram fyrir réttinum. Óvíst er hve langan tíma rekstur þess mun taka. Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Dómari í Norristown í Pennsilvaníu hefur hafnað kröfu Bill Cosby þess efnis að fella skuli sakamál á hendur honum niður. Cosby er grunaður um að hafa byrlað Andreu Constand ólyfjan og að hafa síðar misnotað hana á heimili sínu í úthverfi Philadelphia árið 2004. Verði hann sakfelldur getur hann átt von á allt að tíu ára fangelsi. Þetta kemur fram á vef AP. Frávísunarkrafa Cosby byggði á því að árið 2005 hefði sama mál verið fellt niður af þáverandi saksóknara sýslunnar þar sem sönnunargögn þóttu ekki fullnægjandi. Málið var tekið fyrir að nýju eftir að vitnisburður Constand, úr einkamáli sem hún höfðaði gegn Cosby, var gerður opinber í kjölfar þess að tugir kvenna stigu fram og lýstu ofbeldi Cosby gegn sér. Meðal vitna varnarinnar var saksóknarinn sem felldi málið niður árið 2005, Bruce Castor. Castor sagði meðal annars að hann teldi að ekki ætti að saksækja Cosby þar sem málið hefði verið fellt niður. „Þetta mál ætti að vera stöðvað hið snarasta. Það var gerður samningur sem ber að halda,“ sagði Castor meðal annars. Kevin Steele, núverandi saksóknari, sagði hins vegar að ekkert slíkt samkomulag væri að finna í gögnum málsins. Hann sagði einnig að slík samkomulög væru oft gerð þegar sakborningur væri auðugur og þyrfti að komast undan réttlætinu. Ekki var hægt að kalla þáverandi verjanda Cosby sem vitni þar sem hann er dáinn. Mál Constand gegn Cosby er hið eina sem sjónvarpsstjarnan hefur verið ákærð fyrir. Dómarinn sagði að það væri ólíklegt að áþekkt mál væri til þar sem grunaður maður, sem aldrei hlaut ákæru, hafi fengið loforð um að verða aldrei sóttur til saka. Hann hafnaði málflutningi varnarinnar og sagði að málið myndi halda áfram fyrir réttinum. Óvíst er hve langan tíma rekstur þess mun taka.
Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15
Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54
Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28
Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03