Kallaði Trump aumingja og tryllti lýðinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 21:53 Jeb Bush berst fyrir lífi sínu. vísir/getty Jeb Bush fékk fullan sal af fólki til að standa upp úr sætum sínum með því að kalla mótframbjóðanda sinn, auðkýfinginn Donald Trump, aumingja á kosningafundi í New Hampshire í dag. „Það er veikileikamerki þegar þú gerir grín að fötluðum,“ sagði Bush. „Hvers konar maður myndi gera það? Þú myndir ekki vilja gera þannig mann að forseta Bandaríkjanna, ég get lofað ykkur því. Það er veikleikamerki þegar þú kallar John McCain, Leo Thorsness eða einhvern annan stríðsfanga, sem hefur þjónað landi sínu, eitthvað annað en bandarískar hetju. Kalla þá aumingja? Donald Trump, þú ert aumingi!“ Þar vísaði Jeb Bush til liðlega 6 mánaða gamalla ummæla auðkýfingsins þar sem hann vó að herferli fyrrum forsetaframbjóðandans John McCain sem var handsamaður í Víetnam-stríðinu. „Hann er ekki stríðshetja,“ sagði Trump í júlí síðastliðnum um McCain. „Hann er ekki stríðshetja af því að hann náðist. Ég kann vel við fólk sem náðist ekki.“ Á Twitter-síðu sinni bætti hann um betur og sagði að McCain hafi ekki einungis sinnt fyrrum hermönnum illa heldur hafi hann staðið sig illa þegar hann tapaði fyrir Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, í kosningunum 2008. In addition to doing a lousy job in taking care of our Vets, John McCain let us down by losing to Barack Obama in his run for President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 18, 2015 Á fundinum í dag tók Jeb einnig upp hanskann fyrir bróður sinn, fyrrverandi forsetann George W. Bush. „Ég mun ekki gagnrýna Barack Obama fyrir neitt frá fyrsta degi. Ég fékk gjörsamlega upp í kok af því hvernig hann kenndi bróður mínum um allt og ég mun ekki gera honum það,“ sagði Jeb Bush. Samtímis, á öðrum kosningafundi, sagði Donald Trump að Jeb Bush væri handbendi lyfjaiðnaðarins og að það væri ómöguleiki fyrir Jeb að bera sigur úr býtum í komandi forsetakosningum. Forval Repúblikanaflokksins fer fram í New Hampshire á þriðjudag og allar spár benda til að Trump muni fara með sigur af hólmi. Þó skal taka spánum með fyrirvara enda benti allt til þess að auðkýfingurinn myndi sigra forkosningarnar í Iowa-ríki í síðustu viku. Annað kom á daginn og stóð Ted Cruz uppi sem sigurvegari. Þá gera fjölmargir stjórnmálaskýrendur ráð fyrir að meðbyrinn sem Marco Rubio fékk í Iowa muni skila honum langt í kosningunum á þriðjudag. Jeb Bush má að sama skapi búast við betra gengi í New Hampshire en í liðinni viku, einna helst vegna þeirrar gífurlegu áherslu sem hann hefur lagt á ríkið í kosningabaráttu sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Jeb Bush fékk fullan sal af fólki til að standa upp úr sætum sínum með því að kalla mótframbjóðanda sinn, auðkýfinginn Donald Trump, aumingja á kosningafundi í New Hampshire í dag. „Það er veikileikamerki þegar þú gerir grín að fötluðum,“ sagði Bush. „Hvers konar maður myndi gera það? Þú myndir ekki vilja gera þannig mann að forseta Bandaríkjanna, ég get lofað ykkur því. Það er veikleikamerki þegar þú kallar John McCain, Leo Thorsness eða einhvern annan stríðsfanga, sem hefur þjónað landi sínu, eitthvað annað en bandarískar hetju. Kalla þá aumingja? Donald Trump, þú ert aumingi!“ Þar vísaði Jeb Bush til liðlega 6 mánaða gamalla ummæla auðkýfingsins þar sem hann vó að herferli fyrrum forsetaframbjóðandans John McCain sem var handsamaður í Víetnam-stríðinu. „Hann er ekki stríðshetja,“ sagði Trump í júlí síðastliðnum um McCain. „Hann er ekki stríðshetja af því að hann náðist. Ég kann vel við fólk sem náðist ekki.“ Á Twitter-síðu sinni bætti hann um betur og sagði að McCain hafi ekki einungis sinnt fyrrum hermönnum illa heldur hafi hann staðið sig illa þegar hann tapaði fyrir Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, í kosningunum 2008. In addition to doing a lousy job in taking care of our Vets, John McCain let us down by losing to Barack Obama in his run for President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 18, 2015 Á fundinum í dag tók Jeb einnig upp hanskann fyrir bróður sinn, fyrrverandi forsetann George W. Bush. „Ég mun ekki gagnrýna Barack Obama fyrir neitt frá fyrsta degi. Ég fékk gjörsamlega upp í kok af því hvernig hann kenndi bróður mínum um allt og ég mun ekki gera honum það,“ sagði Jeb Bush. Samtímis, á öðrum kosningafundi, sagði Donald Trump að Jeb Bush væri handbendi lyfjaiðnaðarins og að það væri ómöguleiki fyrir Jeb að bera sigur úr býtum í komandi forsetakosningum. Forval Repúblikanaflokksins fer fram í New Hampshire á þriðjudag og allar spár benda til að Trump muni fara með sigur af hólmi. Þó skal taka spánum með fyrirvara enda benti allt til þess að auðkýfingurinn myndi sigra forkosningarnar í Iowa-ríki í síðustu viku. Annað kom á daginn og stóð Ted Cruz uppi sem sigurvegari. Þá gera fjölmargir stjórnmálaskýrendur ráð fyrir að meðbyrinn sem Marco Rubio fékk í Iowa muni skila honum langt í kosningunum á þriðjudag. Jeb Bush má að sama skapi búast við betra gengi í New Hampshire en í liðinni viku, einna helst vegna þeirrar gífurlegu áherslu sem hann hefur lagt á ríkið í kosningabaráttu sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira