„Hann veifaði til okkar og óskaðir okkur gleðilegs nýs árs,“ segir Börkur Hrólfsson leiðsögumaður um mynd sem hann tók af geimfara við Jökulsárlón í gær. Börkur birti myndina fyrst inni á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar þar sem aðilar innan ferðaþjónustunnar spjalla um bransann.
Börkur segist í samtali við Vísi vita lítið annað um þennan geimfara en að hann sé frá Kína og þar sé það til siðs að klæða sig upp í búning til að fagna nýju ári. Í dag er nýársdagur í Kína og er ár apans hafið. Þessi kínverski ferðamaður kvaddi því gamla árið í gær í þessum geimfarabúningi og dansaði meðal annars við aðra kínverska ferðamenn í gærkvöldi til að fagna nýja árinu.
Geimfari dáðist að fegurðinni við Jökulsárlón
Birgir Olgeirsson skrifar
