Framkvæmdastjóri IKEA fagnar gataskeiðunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2016 14:49 Þórarinn hafði ekki heyrt um gataskeiðarnar en hefur nákvæmlega ekkert út á þær að setja. Vísir „Mér finnst þetta flott hugvit,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi um gataskeiðina „Skeiðin hans afa“ sem hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Krista design hefur haft skeiðarnar til sölu um nokkuð skeið. María Krista Hreiðarsdóttir er í forsvari fyrir Krista design en um er að ræða skeiðar sem keyptar eru í IKEA; í þær boruð göt og þær settar í glæsilega gjafapakkningu. Þær má til dæmis nota sem skeiðar fyrir feta-ost, gular og grænar baunir eða þess lags matvöru þar sem gæti hentað að losa vökvann frá.Notast við hugmynd afa María Krista sagði í frétt Vísi í morgun að hugmyndin að baki hönnuninni komi frá útfærslu afa hennar á matskeiðum sem hann fann ofan í skúffu hjá ömmur hennar. Hann boraði þær út fyrir annan tilgang. „Pælingin hjá honum og endurútfærslan á annars venjulegri skeið er því hönnun/hugvit í sjálfu sér að okkar mati og erum við því aðeins að halda hugmyndum hans og heiðri á lofti.“ Þórarinn hafði ekki heyrt af gataskeiðunum fyrr en hann las fréttir um þær í dag. Hann segir fólk geta deilt um hvort um hönnun sé að ræða eða ekki. Honum finnist hins vegar alls ekki um nokkur svik að ræða og langt í frá eina dæmi þess að vörur frá IKEA séu notaðar og teknar skrefinu lengra.„Live and let live“ Nefnir framkvæmdastjórinn sem dæmi að fólk hafi keypt kerti sem svo eru skreytt og einnig fjárfest í stálausum, beygt þær og notað sem kertastjaka á vegg. „Við höfum ekkert út á þetta að setja. Mér finnst þetta ofsalega flott,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að einhvers staðar verði fólk að geta keypt skeiðar og þetta sé merki um gott hugvit þar sem enginn tapi. „Live and let live,“ segir Þórarinn. Höfundaréttur IKEA Tengdar fréttir „Hönnuður“ gataskeiðar hlaut dóm fyrir brot á iðnaðarlögum María Krista Hreiðarsdóttir hjá Krista design er harður stuðningsmaður þess að löggilding iðngreinarinnar ljósmyndun verði felld niður. 9. febrúar 2016 13:15 Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Mér finnst þetta flott hugvit,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi um gataskeiðina „Skeiðin hans afa“ sem hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Krista design hefur haft skeiðarnar til sölu um nokkuð skeið. María Krista Hreiðarsdóttir er í forsvari fyrir Krista design en um er að ræða skeiðar sem keyptar eru í IKEA; í þær boruð göt og þær settar í glæsilega gjafapakkningu. Þær má til dæmis nota sem skeiðar fyrir feta-ost, gular og grænar baunir eða þess lags matvöru þar sem gæti hentað að losa vökvann frá.Notast við hugmynd afa María Krista sagði í frétt Vísi í morgun að hugmyndin að baki hönnuninni komi frá útfærslu afa hennar á matskeiðum sem hann fann ofan í skúffu hjá ömmur hennar. Hann boraði þær út fyrir annan tilgang. „Pælingin hjá honum og endurútfærslan á annars venjulegri skeið er því hönnun/hugvit í sjálfu sér að okkar mati og erum við því aðeins að halda hugmyndum hans og heiðri á lofti.“ Þórarinn hafði ekki heyrt af gataskeiðunum fyrr en hann las fréttir um þær í dag. Hann segir fólk geta deilt um hvort um hönnun sé að ræða eða ekki. Honum finnist hins vegar alls ekki um nokkur svik að ræða og langt í frá eina dæmi þess að vörur frá IKEA séu notaðar og teknar skrefinu lengra.„Live and let live“ Nefnir framkvæmdastjórinn sem dæmi að fólk hafi keypt kerti sem svo eru skreytt og einnig fjárfest í stálausum, beygt þær og notað sem kertastjaka á vegg. „Við höfum ekkert út á þetta að setja. Mér finnst þetta ofsalega flott,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að einhvers staðar verði fólk að geta keypt skeiðar og þetta sé merki um gott hugvit þar sem enginn tapi. „Live and let live,“ segir Þórarinn.
Höfundaréttur IKEA Tengdar fréttir „Hönnuður“ gataskeiðar hlaut dóm fyrir brot á iðnaðarlögum María Krista Hreiðarsdóttir hjá Krista design er harður stuðningsmaður þess að löggilding iðngreinarinnar ljósmyndun verði felld niður. 9. febrúar 2016 13:15 Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Hönnuður“ gataskeiðar hlaut dóm fyrir brot á iðnaðarlögum María Krista Hreiðarsdóttir hjá Krista design er harður stuðningsmaður þess að löggilding iðngreinarinnar ljósmyndun verði felld niður. 9. febrúar 2016 13:15
Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10