Undanúrslitaleikirnir í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu fóru fram í kvöld.
Valur valtaði yfir HK/Víking, 9-0, á meðan Fylkir lagði KR, 3-1.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Val og Rúna Sif Stefánsdóttir tvö. Elísa Viðarsdóttir og Eva María Jónsdóttir komust einnig á blað.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvennu fyrir Fylki og Ruth Þórðardóttir skoraði einnig. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði mark KR að því er fram kemur á fótbolti.net.
Margrét Lára skoraði fimm mörk í kvöld
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti


Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn