Hallmar Sigurðsson fallinn frá Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2016 12:00 Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Hallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri, er látinn. Hann var 63 ára. Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Andlátstilkynning fyrir hönd aðstandenda er birt hér fyrir neðan í heild sinni.Hallmar Sigurðsson leikari, leikstjóri og framkvæmdarstjóri lést á Landsspítalanum laugardaginn 30.janúar, 63 ára að aldri. Hallmar fæddist á Húsavík 21. maí 1952, sonur hjónanna Sigurðar Hallmarssonar skólastjóra og Herdísar Birgisdóttur húsmóður.Hallmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, BA prófi í Leikhús- og listfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1976, leikstjórnarnámi frá Dramatiska Institutet (DI) í Stokkhólmi 1978 og MA gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2008. Að loknu námi á áttunda áratugnum starfaði Hallmar sem leikari, leikstjóri, við leikritun og sem kennari í leiklist í Svíþjóð og á Englandi. Var hann leikstjóri hjá Sænska ríkisleikhúsinu í Örebro, við leikhúsið í Harnesönd og starfaði sem sérfræðingur við leiklistardeild BBC í London. Hallmar var lengi leikstjóri hjá Útvarpsleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavíkur og við Listaháskóla Íslands. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1987 til 1991. Hallmar varð síðar fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Þá leikstýrði hann nokkrum uppfærslum við Þjóðleikhúsið í Ljubljana í Slóveníu. Hann var verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið um sjö ára skeið og umsjónarkennari í Prisma – samstarfsverkefni LHÍ og Háskólans á Bifröst. Þá kom hann að fjölda verkefna í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum sem leikari, leikstjóri, leikmyndahönnuður, þýðandi og sem höfundur efnis.Hallmar vann alla tíð mikið að félagsmálum. Hann var m.a. fulltrúi nemenda í stjórn Dramatiska Instituted, fulltrúi D.I. í Nordiskt scenskoleråd, í stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Þá var hann í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands, í stjórn Sænsk – íslenska félagsins, í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík, í stjórn Leiklistarsambands Íslands og í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi.Síðustu árin var Hallmar framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, starfaði sjálfstætt við menningarráðgjöf og vann að listmálun og skrifum.Eftirlifandi eiginkona Hallmars er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt. Eiga þau eina dóttur Herdísi, og tvö barnabörn; Sigríði Maríu og Hallmar Orra. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri, er látinn. Hann var 63 ára. Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Andlátstilkynning fyrir hönd aðstandenda er birt hér fyrir neðan í heild sinni.Hallmar Sigurðsson leikari, leikstjóri og framkvæmdarstjóri lést á Landsspítalanum laugardaginn 30.janúar, 63 ára að aldri. Hallmar fæddist á Húsavík 21. maí 1952, sonur hjónanna Sigurðar Hallmarssonar skólastjóra og Herdísar Birgisdóttur húsmóður.Hallmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, BA prófi í Leikhús- og listfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1976, leikstjórnarnámi frá Dramatiska Institutet (DI) í Stokkhólmi 1978 og MA gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2008. Að loknu námi á áttunda áratugnum starfaði Hallmar sem leikari, leikstjóri, við leikritun og sem kennari í leiklist í Svíþjóð og á Englandi. Var hann leikstjóri hjá Sænska ríkisleikhúsinu í Örebro, við leikhúsið í Harnesönd og starfaði sem sérfræðingur við leiklistardeild BBC í London. Hallmar var lengi leikstjóri hjá Útvarpsleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavíkur og við Listaháskóla Íslands. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1987 til 1991. Hallmar varð síðar fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Þá leikstýrði hann nokkrum uppfærslum við Þjóðleikhúsið í Ljubljana í Slóveníu. Hann var verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið um sjö ára skeið og umsjónarkennari í Prisma – samstarfsverkefni LHÍ og Háskólans á Bifröst. Þá kom hann að fjölda verkefna í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum sem leikari, leikstjóri, leikmyndahönnuður, þýðandi og sem höfundur efnis.Hallmar vann alla tíð mikið að félagsmálum. Hann var m.a. fulltrúi nemenda í stjórn Dramatiska Instituted, fulltrúi D.I. í Nordiskt scenskoleråd, í stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Þá var hann í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands, í stjórn Sænsk – íslenska félagsins, í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík, í stjórn Leiklistarsambands Íslands og í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi.Síðustu árin var Hallmar framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, starfaði sjálfstætt við menningarráðgjöf og vann að listmálun og skrifum.Eftirlifandi eiginkona Hallmars er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt. Eiga þau eina dóttur Herdísi, og tvö barnabörn; Sigríði Maríu og Hallmar Orra.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira