Maðurinn á bak við Youtube-channelið Burger Fiction hefur í tilefni þess tekið saman stutt myndband sem sýnir stutt brot úr hverri einustu mynd sem staðið hefur uppi sem sigurvegari í flokknum besta kvikmynd. Alveg frá því að Wings hlaut verðlaunin árið 1927 og til ársins í fyrra þegar Birdman bar sigur úr bítum. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Burger Fiction hefur klippt saman fjöldan allan af sniðugum myndböndum og má þar á meðal nefna hvert einasta högg sem Jason Statham hefur náð að lenda í gegnum tíðina, öll tækin sem Q hefur framleitt fyrir James Bond og gífurlega langt símtal tekið saman úr símtölum fjölda mynda.
Nú er bara spurningin hvort það verði The Big Short, Bridge of Spies, Brooklyn, Max Max: Fury Road, The Martian, The Revenant, Room eða Spotlight sem bætist við samantektina þann 28. febrúar.