Ragnhildur Helgadóttir er látin Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2016 23:54 Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Mynd/Alþingi Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést síðastliðinn föstudag, 29. janúar, 85 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Ragnhildur var á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjörin á þing ein kvenna þá 26 ára gömul. Í nýlegu viðtali í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi sagði Ragnhildur hversu fegin hún var þegar Auður Auðuns var kjörin á þing 1959, en kjörtímabilið 1959-1963 sátu þær tvær kvenna á þingi, og báðar fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragnhildur var önnur konan hér á landi til að gegna ráðherraembætti, og fyrst kvenna til að gegna embætti menntamálaráðherra (1983–1985) og embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (1985–1987), en Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Síðan hafa 24 konur setið á ráðherrastóli hér á landi. Ragnhildur var einnig fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, en hún var forseti neðri deildar þingsins 1961-1962 og síðar 1974-1978. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Norðurlandaráðs. Ragnhildur var kjörin þingmaður Reykvíkinga og sat samtals 24 ár á Alþingi, eða 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Ragnhildur var eindregin kvenréttindakona. Á unglingsaldri stofnaði hún með skólasystrum sínum Málfundafélag menntaskólastúlkna til að auka áhrif kvenna á félagslíf Menntaskólans í Reykjavík. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og varð formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965. Áhugamál Ragnhildar voru margvísleg og tillögur og baráttumál á þingi, en þau tengdust helst kven- og mannréttindum, fjölskyldu og velferðarmálum auk mennta- og menningarmála. Snemma flutti hún tillögur um skattamál hjóna, lækkun húsnæðiskostnaðar fyrir ungt fólk, athugun á þörf atvinnulífsins fyrir háskóla- og tæknimenntun, heimili fyrir öryrkja af völdum geðsjúkdóma og vísi að íslenskri óperu með ráðningu söngvara til Þjóðleikhússins. Árið 1975 bar Ragnhildur fram á þingi tillögu um rétt kvenna í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs. Það var samþykkt og varð að lögum, en þá fengu margar kvennastéttir rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, eins og hafði áður tíðkast eingöngu fyrir ríkisstarfsmenn. Ragnhildur vann að stórum málum í ráðherratíð sinni og má þar nefna útvarpslög í menntamálaráðuneytinu og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vann hún meðal annars að nýjum reglum sem lengdu fæðingarorlof um sex vikur og að nýjum reglum um sjúkratryggingar. Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja og Helgi Tómasson yfirlæknir. Eiginmaður Ragnhildar var Þór Heimir Vilhjálmsson dómari við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og áður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þór fæddist 1930 og lést 20. október sl. Þau hjón voru nánir samherjar og vinir frá því snemma á unglingsaldri og gift í rúm 65 ár. Ragnhildur og Þór eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést síðastliðinn föstudag, 29. janúar, 85 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Ragnhildur var á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjörin á þing ein kvenna þá 26 ára gömul. Í nýlegu viðtali í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi sagði Ragnhildur hversu fegin hún var þegar Auður Auðuns var kjörin á þing 1959, en kjörtímabilið 1959-1963 sátu þær tvær kvenna á þingi, og báðar fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragnhildur var önnur konan hér á landi til að gegna ráðherraembætti, og fyrst kvenna til að gegna embætti menntamálaráðherra (1983–1985) og embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (1985–1987), en Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Síðan hafa 24 konur setið á ráðherrastóli hér á landi. Ragnhildur var einnig fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, en hún var forseti neðri deildar þingsins 1961-1962 og síðar 1974-1978. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Norðurlandaráðs. Ragnhildur var kjörin þingmaður Reykvíkinga og sat samtals 24 ár á Alþingi, eða 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Ragnhildur var eindregin kvenréttindakona. Á unglingsaldri stofnaði hún með skólasystrum sínum Málfundafélag menntaskólastúlkna til að auka áhrif kvenna á félagslíf Menntaskólans í Reykjavík. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og varð formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965. Áhugamál Ragnhildar voru margvísleg og tillögur og baráttumál á þingi, en þau tengdust helst kven- og mannréttindum, fjölskyldu og velferðarmálum auk mennta- og menningarmála. Snemma flutti hún tillögur um skattamál hjóna, lækkun húsnæðiskostnaðar fyrir ungt fólk, athugun á þörf atvinnulífsins fyrir háskóla- og tæknimenntun, heimili fyrir öryrkja af völdum geðsjúkdóma og vísi að íslenskri óperu með ráðningu söngvara til Þjóðleikhússins. Árið 1975 bar Ragnhildur fram á þingi tillögu um rétt kvenna í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs. Það var samþykkt og varð að lögum, en þá fengu margar kvennastéttir rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, eins og hafði áður tíðkast eingöngu fyrir ríkisstarfsmenn. Ragnhildur vann að stórum málum í ráðherratíð sinni og má þar nefna útvarpslög í menntamálaráðuneytinu og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vann hún meðal annars að nýjum reglum sem lengdu fæðingarorlof um sex vikur og að nýjum reglum um sjúkratryggingar. Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja og Helgi Tómasson yfirlæknir. Eiginmaður Ragnhildar var Þór Heimir Vilhjálmsson dómari við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og áður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þór fæddist 1930 og lést 20. október sl. Þau hjón voru nánir samherjar og vinir frá því snemma á unglingsaldri og gift í rúm 65 ár. Ragnhildur og Þór eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira