Hvað liggur á? stjórnarmaðurinn skrifar 20. janúar 2016 09:15 Þungi virðist nú kominn í umræðu um sölu ríkisins á hlut sínum í bönkunum. Eins og kunnugt er bendir allt til þess að stóru bankarnir þrír verði brátt allir í ríkiseigu. Landsbankinn hefur að sjálfsögðu verið það frá hruni, en Arion og Íslandsbanki munu að endingu lenda í hlýjum ríkisfaðmi sem hluti af stöðugleikaframlaginu svokallaða og endahnút á uppgjöri gömlu bankanna. Fjármálaráðherra hefur svo gefið út að æskilegt sé að selja Landsbankann á árinu. Aðrir spyrja hvort ekki sé skynsamlegra að flýta sér hægt. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson, sem leggur til að Landsbankanum verði haldið í ríkiseigu sem einhvers konar samfélagsbanka. Hugmyndir Frosta eru ekki jafn galnar og í fyrstu kann að virðast. Sérstaklega ef sviðið er skoðað: ríkið hefur nú haldið á Landsbankanum í tæp átta ár, hinir bankarnir tveir hafa ekki verið í eigu ríkisins, en þó í einhvers konar frystimeðferð í ljósi verulegrar óvissu um framtíðareignarhald og markaðsaðstæður. Stefið er því orðið nokkuð kunnuglegt; markaðurinn er staðnaður og bankarnir allt of stórir, með margar einingar sem hvorki bera sig né passa sérstaklega við starfsemina. Stóru bankarnir eru allt í senn; viðskiptabankar, fjárfestingabankar, eignastýringafélög og þátttakendur á markaðnum með eigin bók. Arðsemin er lág ef sala á einskiptiseignum er tekin frá. Í fljótu bragði virðist því ólíklegt að skynsamir kaupendur fáist að bönkunum sem heilum bitum, þótt vafalaust væri hægt að selja út einstakar einingar og eignasöfn. Hugmyndir um erlenda kaupendur eru líka draumórar, jafnvel þótt forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis hafi talið sig hafa selt Íslandsbanka á grundvelli einnar blaðsíðu viljayfirlýsingar. Staðreyndin er líka sú að þegar Arion og Íslandsbanki verða komnir úr höndum kröfuhafanna, með sín erlendu tengsl, verður enn ólíklegra að hægt verði að laða að erlenda kaupendur. Þá eru lífeyrissjóðirnir einir eftir, sennilega í slagtogi við minni fjárfesta. Lífeyrissjóðirnir eru ekki réttu hluthafarnir til að keyra í gegn þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslenskum bankamarkaði. Með þetta í huga, þarf þá að vera svo slæmt að ríkið flýti sér hægt við sölu á bönkunum? Tímann mætti nota í að straumlínulaga starfsemina, selja minni einingar og gera nauðsynlegar rekstrarbreytingar. Þá fyrst verða kannski til söluvænlegir bankar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þungi virðist nú kominn í umræðu um sölu ríkisins á hlut sínum í bönkunum. Eins og kunnugt er bendir allt til þess að stóru bankarnir þrír verði brátt allir í ríkiseigu. Landsbankinn hefur að sjálfsögðu verið það frá hruni, en Arion og Íslandsbanki munu að endingu lenda í hlýjum ríkisfaðmi sem hluti af stöðugleikaframlaginu svokallaða og endahnút á uppgjöri gömlu bankanna. Fjármálaráðherra hefur svo gefið út að æskilegt sé að selja Landsbankann á árinu. Aðrir spyrja hvort ekki sé skynsamlegra að flýta sér hægt. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson, sem leggur til að Landsbankanum verði haldið í ríkiseigu sem einhvers konar samfélagsbanka. Hugmyndir Frosta eru ekki jafn galnar og í fyrstu kann að virðast. Sérstaklega ef sviðið er skoðað: ríkið hefur nú haldið á Landsbankanum í tæp átta ár, hinir bankarnir tveir hafa ekki verið í eigu ríkisins, en þó í einhvers konar frystimeðferð í ljósi verulegrar óvissu um framtíðareignarhald og markaðsaðstæður. Stefið er því orðið nokkuð kunnuglegt; markaðurinn er staðnaður og bankarnir allt of stórir, með margar einingar sem hvorki bera sig né passa sérstaklega við starfsemina. Stóru bankarnir eru allt í senn; viðskiptabankar, fjárfestingabankar, eignastýringafélög og þátttakendur á markaðnum með eigin bók. Arðsemin er lág ef sala á einskiptiseignum er tekin frá. Í fljótu bragði virðist því ólíklegt að skynsamir kaupendur fáist að bönkunum sem heilum bitum, þótt vafalaust væri hægt að selja út einstakar einingar og eignasöfn. Hugmyndir um erlenda kaupendur eru líka draumórar, jafnvel þótt forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis hafi talið sig hafa selt Íslandsbanka á grundvelli einnar blaðsíðu viljayfirlýsingar. Staðreyndin er líka sú að þegar Arion og Íslandsbanki verða komnir úr höndum kröfuhafanna, með sín erlendu tengsl, verður enn ólíklegra að hægt verði að laða að erlenda kaupendur. Þá eru lífeyrissjóðirnir einir eftir, sennilega í slagtogi við minni fjárfesta. Lífeyrissjóðirnir eru ekki réttu hluthafarnir til að keyra í gegn þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslenskum bankamarkaði. Með þetta í huga, þarf þá að vera svo slæmt að ríkið flýti sér hægt við sölu á bönkunum? Tímann mætti nota í að straumlínulaga starfsemina, selja minni einingar og gera nauðsynlegar rekstrarbreytingar. Þá fyrst verða kannski til söluvænlegir bankar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira