En sjálfsvörn? Jón Gnarr skrifar 21. janúar 2016 07:00 Sundkennsla hefur lengi verið mikilvægur hluti af námi ungmenna á Íslandi. Það er töluverð áhersla lögð á mikilvægi þess að börn læri að synda. Ég þekki ekki upphaf sundkennslu á Íslandi og veit ekki hvað hún er mikil í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En ég býst við því að þetta eigi rætur sínar að rekja til landfræðilegrar stöðu okkar og menningar. Sjávarútvegur var jú ein okkar helsta atvinnugrein. Svo er landið uppfullt af vötnum þar sem líka má veiða og jafnvel detta útí. Og þetta byrjaði örugglega löngu fyrir tíma björgunarvesta og öryggisstaðla. Þannig að það hefur verið lífsnauðsynlegt að geta bjargað sér á sundi og margir sem eiga sundkunnáttu sinni líf að launa. Svo eru sundlaugar auðvitað mikilvægur hluti af menningu þjóðarinnar, samkomustaður fólks á öllum aldri. Sund er heilsusamlegt. En það eru hlaup líka. Og fjallgöngur. Og jóga. Gallinn við sund og sundkennslu barna er að það fylgir henni nokkur hætta og mikilvægt er að eftirlit sé óaðfinnanlegt. Svo finnst mörgum börnum beinlínis óþægilegt að fara í sund og afklæða sig frammi fyrir öðrum. Það getur verið venjuleg spéhræðsla, líkamleg frávik sem börn blygðast sín fyrir eða vaxtarlag sem gerir börnum erfitt fyrir, nú eða bara einföld vatnshræðsla. Sundtímar eru oft vettvangur aðkasts og jafnvel eineltis. Mörg börn kvíða fyrir því að fara í sundtíma vegna þessa. Ég átti sjálfur alltaf erfitt með sundtímana í barnaskóla og á ekki margar góðar minningar úr þeim. En ég lærði að synda. Ég kann bringusund, ekkert annað. Ég hef lítið synt um ævina og eyði mestum tíma í heitu pottunum og gufunni þegar ég fer í laugarnar. Ég er vatnshræddur og syndi aldrei á baðströndum í sólarlöndum. Ég hef aldrei lent í sjávarháska eða þurft að bjarga mér á sundi. Í þau skipti sem ég fer eitthvað á báti þá er ég undantekningarlaust í björgunarvesti. Ég hef sem betur fer aldrei reynt það en ég held að ég gæti ekki synt í svona vesti. Nú er ég alls ekki að segja að sundkennsla sé ekki mikilvæg. En hún er kannski minna mikilvæg en hún var áður. Og kannski mætti fara að bjóða börnum að velja eitthvað annað en sund. Mér finnst til dæmis sjálfsvörn mikilvæg. Ein helsta ógn við öryggi kvenna eru til dæmis karlmenn. Ég held að konum stafi almennt meiri hætta af karlmönnum heldur en vatni. Því ekki að leggja áherslu á að kenna ungum stúlkum júdó eða karate? Það gæti jafnvel bjargað lífi þeirra seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun
Sundkennsla hefur lengi verið mikilvægur hluti af námi ungmenna á Íslandi. Það er töluverð áhersla lögð á mikilvægi þess að börn læri að synda. Ég þekki ekki upphaf sundkennslu á Íslandi og veit ekki hvað hún er mikil í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En ég býst við því að þetta eigi rætur sínar að rekja til landfræðilegrar stöðu okkar og menningar. Sjávarútvegur var jú ein okkar helsta atvinnugrein. Svo er landið uppfullt af vötnum þar sem líka má veiða og jafnvel detta útí. Og þetta byrjaði örugglega löngu fyrir tíma björgunarvesta og öryggisstaðla. Þannig að það hefur verið lífsnauðsynlegt að geta bjargað sér á sundi og margir sem eiga sundkunnáttu sinni líf að launa. Svo eru sundlaugar auðvitað mikilvægur hluti af menningu þjóðarinnar, samkomustaður fólks á öllum aldri. Sund er heilsusamlegt. En það eru hlaup líka. Og fjallgöngur. Og jóga. Gallinn við sund og sundkennslu barna er að það fylgir henni nokkur hætta og mikilvægt er að eftirlit sé óaðfinnanlegt. Svo finnst mörgum börnum beinlínis óþægilegt að fara í sund og afklæða sig frammi fyrir öðrum. Það getur verið venjuleg spéhræðsla, líkamleg frávik sem börn blygðast sín fyrir eða vaxtarlag sem gerir börnum erfitt fyrir, nú eða bara einföld vatnshræðsla. Sundtímar eru oft vettvangur aðkasts og jafnvel eineltis. Mörg börn kvíða fyrir því að fara í sundtíma vegna þessa. Ég átti sjálfur alltaf erfitt með sundtímana í barnaskóla og á ekki margar góðar minningar úr þeim. En ég lærði að synda. Ég kann bringusund, ekkert annað. Ég hef lítið synt um ævina og eyði mestum tíma í heitu pottunum og gufunni þegar ég fer í laugarnar. Ég er vatnshræddur og syndi aldrei á baðströndum í sólarlöndum. Ég hef aldrei lent í sjávarháska eða þurft að bjarga mér á sundi. Í þau skipti sem ég fer eitthvað á báti þá er ég undantekningarlaust í björgunarvesti. Ég hef sem betur fer aldrei reynt það en ég held að ég gæti ekki synt í svona vesti. Nú er ég alls ekki að segja að sundkennsla sé ekki mikilvæg. En hún er kannski minna mikilvæg en hún var áður. Og kannski mætti fara að bjóða börnum að velja eitthvað annað en sund. Mér finnst til dæmis sjálfsvörn mikilvæg. Ein helsta ógn við öryggi kvenna eru til dæmis karlmenn. Ég held að konum stafi almennt meiri hætta af karlmönnum heldur en vatni. Því ekki að leggja áherslu á að kenna ungum stúlkum júdó eða karate? Það gæti jafnvel bjargað lífi þeirra seinna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun